40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 49 • Daðrar eða reynir við aðra manneskju á netinu eða fyrir framan þig. • Heldur fram hjá þér. • Gerir þig viljandi afbrýðisama. • Beitir þig andlegu ofbeldi með því að hóta með einhverjum hætti. • Beitir þig líkamlegu ofbeldi, eins og til dæmis að stugga við, hrinda eða slá. Mynd bls. 154: Stuttmynd um óheilbrigt samband Horfið á myndbandið um þróun ástarsambands. Texti myndbands: Athugið að grænu hugtökin lýsa því sem er í gangi í sambandinu. 1. Gísli og Lísa eru búin að vera kærustupar í eitt ár. Þau eru bæði 19 ára. 2. Gísli er mjög hrifinn af Lísu en hann er stundum leiður, hann treystir ekki alltaf Lísu og finnst hún stundum leiðinleg við sig. Vantraust 3. Lísa á marga vini, líka strákavini. Gísli veit að sumir þeirra eru skotnir í Lísu, hann heyrði t.d. Óðin spyrja Lísu um daginn hvort hún myndi vilja byrja með sér þegar hún hætti með Gísla. Óðinn er hress og er alltaf að reyna að hanga með þeim. Gísli vill ekki hanga með Óðni en Lísa vill það gjarnan og býður honum oft með þegar þau eru að fara gera eitthvað. Tillitsleysi 4. Þegar þau eru þrjú saman er Gísli með óþægilega tilfinningu í maganum. Hann þolir ekki hvernig Lísa er þegar Óðinn er nálægt þeim. Það veldur Gísla vanlíðan og gefur honum vondar hugsanir. Afbrýðisemi 5. Stundum finnst Gísla eins og hún sé viljandi að gera sig leiðan og daðri við aðra til að láta sér líða illa. Afbrýðisemi 6. Gísli hefur reynt að tala um þetta við Lísu en hún hlustar ekki og vill ekki breyta til. Samskipti/skilningsleysi 7. Stundum gerir Lísa lítið úr Gísla fyrir framan Óðin og vini þeirra. Þá verður Gísli mjög leiður. Vanvirðing 8. Stundum biður Ari vinur Gísla hann um að koma og horfa á leik með sér. En ef hann ætlar að fara verður Lísa stundum leið og segist ekki hafa neitt að gera og sig langi bara til vera með honum. Stjórnsemi. Þá finnst Gísla mjög erfitt að segja já við Ara því hann vill ekki að Lísa verði leið. Meðvirkni 9. Inn á milli er hún svo frábær og Gisli finnur að þá er hann svo skotinn í henni. 10. Gísli veit ekki alveg hvað hann á að gera. Ætti hann að hætta með Lísu eða reyna að halda áfram að laga sambandið? Efasemdir Mynd bls. 155: Sambandsslit • Stundum ganga sambönd ekki upp og þeim er slitið. Stundum er það sameiginleg ákvörðun beggja aðila en stundum er bara annar aðilinn sem vill slíta sambandinu. • Ástæður fyrir því að samböndum er slitið geta margvíslegar. Dæmi um af hverju samböndum er slitið: ◌ Lítið traust. ◌ Afbrýðisemi. ◌ Ofbeldi (líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt). ◌ Stjórnsemi. ◌ Annar aðilinn hættir að vera hrifinn af hinum. ◌ Aðilarnir þroskast í sundur. ◌ Annar aðilinn verður hrifinn af öðrum. ◌ Og margt fleira. ◌ Kennari metur hvort hann vilji opna þessa umræðu fyrir bekknum og leyfa þeim að koma með hugmyndir af hverju samböndum lýkur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=