40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 47 Mynd bls. 149: Heilbrigð og óheilbrigð sambönd Sambönd geta verið alls konar. Sem betur fer eru flest sambönd góð og heilbrigð. Það eru samt líka sambönd sem eru óheilbrigð og mikilvægt er að þekkja hvað einkennir þau. Þegar einhver er í óheilbrigðu sambandi hefur það áhrif á líðan, tilfinningar og sjálfsmyndina. Á næstu blaðsíðum ætlum við að ræða hvað einkennir heilbrigð og óheilbrigð ástarsambönd. Mynd bls. 150: Verkefni – Heilbrigð og óheilbrigð sambönd Skrifaðu orðið „Sambönd“ efst á stóru blaði eða uppá skjá. Gerðu tvo dálka á flettitöfluna merkt „Heilbrigð“ og „Óheilbrigð“. Þú getur líka valið að nota „Jákvæð“ og „Neikvæð“. Hvetja þátttakendur til að deila hugsunum sínum um hvað sé heilbrigt eða óheilbrigt samband. Það getur líka verið gagnlegt að hvetja þátttakendur til að bera kennsl á tiltekna eiginleika sem geta hjálpað til við að greina á milli heilbrigðra og óheilbrigðra samskipta. Eftirfarandi listar geta auðveldað umræðuna. Á glærunum sem eftir fylgja er síðan nánar farið í hvað einkennir heilbrigð og óheilbrigð sambönd. Heilbrigð sambönd • Að vera heiðarleg. • Treysta hvort öðru. • Að hlusta á það sem hinn aðilinn hefur að segja. • Að vera með opinn huga. • Elska hvort annað. • Að virða ákvarðanir hvors annars. • Njóta þess að gera hluti saman. • Opin samskipti. • Að geta hvatt hvort annað áfram. • Að geta verið þú sjálfur. • Að geta borið virðingu hvort fyrir þörf annars til að eyða tíma í einrúmi. • Geta komið á framfæri áhyggjum eða vandamálum. Óheilbrigð sambönd • Að vera óheiðarleg. • Að vera líkamlega, andlega eða tilfinningalega særandi. • Að geta ekki komið áhyggjum á framfæri. • Að vera þvingaður til að gera hluti sem þér líkar ekki eða vilt ekki gera. • Að vera eigingjörn og hugsa aðeins um sig. • Að virða ekki ákvarðanir hvors annars. • Að vera afbrýðisöm þegar hinn aðilinn eyðir tíma með öðru fólki. • Finnast þú þurfir að vera með viðkomandi allan tímann til að vera hamingjusamur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=