40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 46 Mynd bls. 146–147: Þróun ástarsambanda – Stig ástarsambanda Ræðið hvernig sambönd þróast og um hvað þið ræðið og gerið á hverju stigi. Hringur 6 = Ókunnugir Þið byrjið að deila yfirborðslegum upplýsingum en engum persónulegum upplýsingum eða leyndarmálum. Ef þið laðist að hvort öðru gætu þið daðrað smávegis. Ef báðir aðilar bregðast jákvætt við samskiptunum getið þið færst í næsta hring. Hringur 5 = „Deita“ (e. casual dating) Þið þekkist ekki enn þá nógu vel til að deila persónulegum upplýsingum. Þið deilið tilfinningum ykkar og skoðunum en bara jákvæðum og ekki um nein alvarleg málefni (e. non-controversial topics). Þið hittist til að hafa gaman og samskiptin eru á léttum nótum. Ef báðir aðilar hafa gaman að félagsskapnum og sýna hvor öðrum áhuga getið þið færst í næsta hring. Hringur 4 = Rómantískir vinir (e. romantic friends) Þegar þið eruð komin í þennan hring eru þið byrjuð að treysta hvort öðru. Ykkur finnst þið nógu örugg til að stríða svolítið og vera opnari. Það er í lagi að ræða neikvæðar skoðanir og erfið málefni svo lengi sem þið verjið meiri tíma í að ræða jákvæða hluti og endið deitin á jákvæðan hátt og styðjið hvort annað tilfinningalega. Þið eruð ástríkari (e. affectionate) gagnvart hvort öðru; þið leiðist, haldið utan um hvort annað og kyssist. Hringur 3 = Rómantískir elskendur/Kærustupar (e. romantic lovers) Á þessu stigi byrjið þið að stunda kynlíf. Þið eruð núna að deila mjög persónulegri líkamlegri reynslu sem þið deilið ekki með neinum öðrum. Þetta eykur tilfinningalega nánd; þið hafið gaman af að gefa og þiggja ást og tilfinningalegan stuðning. Hringur 2 = Mikil nánd/Hjónaband (e. deep intimacy) Það tekur mun lengri tíma að ná þessu stigi. Þið hafið verið náin lengi og treystið hvort öðru mjög mikið. Þið eruð bestu vinir og exclusive, intimate partners. Það hefur reynt á samband ykkar og þið hafið séð hvort annað í sínu versta standi og sambandið hefur lifað það af. Þú getur ekki orðið nánari annarri manneskju en þetta. Hringur 1 = Sjálfsnánd /Self-intimacy Í innsta hringum ert þú og bara þú. Það er heilbrigt að halda einhverjum hugsunum, hugmyndum og tilfinningum bara fyrir þig. En að vera of mikið í þessum hring getur komið í veg fyrir að aðrir verði nánir þér. Heilbrigð sambönd færast hægt og rólega í gegnum hringina. Það er ekki heilbrigt að hoppa úr hring 5 yfir í hring 3 á fyrsta „deiti“. Mynd bls. 148: Stuttmynd um þróun ástarsambanda Horfið á myndbandið um þróun ástarsambands. Texti myndbands: Athugið að rauðu hugtökin eru til að sína hvar þau eru stödd í þróun ástarsambandsins. 1. Kata og Stulli voru pöruð saman í hópverkefni í skólanum. Þau þekkjast ekki neitt. Þau byrja að spjalla og kynnast, samskiptin ganga vel og þau finna að þeim líkar vel við hvort annað (hugtak í bublu). Ókunnugur 2. Þau ákveða að hittast utan skóla eftir að þau hafa hist nokkrum sinnum í tíma. Það er gaman hjá þeim og þau gera skemmtilega hluti saman eins og að fara frisbígolf, keilu og fleira. Samskiptin eru á léttu nótunum og þau tala ekki um alvarlega hluti. Þau eru orðin skotin hvort í öðru en hafa ekki rætt það. Kynnast/deita 3. Þegar þau hafa hist í nokkur skipti ákveða þau að byrja saman en þá eru sirka tveir mánuðir frá því að þau kynntust. Þau eru byrjuð að treysta hvort öðru og snertast meira, kela, leiðast og kyssast. Á þessu stigi eru þau að kynnast fjölskyldu hvort annars og opinbera samband sitt. Kærustupar 4. Núna eru Kata og Stulli búin að vera kærustupar í einhvern tíma. Þau eru farin að og tala um líðan sína, tilfinningar og persónulega hluti. Þau eru bæði tilbúin að byrja að stunda kynlíf. Ástarsamband
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=