40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 45 Mynd bls. 141: Vina- eða ástarsamband? • Það er heilmikill munur á því að vera í vina- eða ástarsambandi. • Vinir snertast öðruvísi heldur en fólk sem er í ástarsambandi. • Fólk í ástarsambandi stundar saman kynlíf. Umræður: • Ræðið muninn hvernig snerting er öðruvísi á milli vina og kærustupara. Mynd bls. 142: Verkefni – Ólík snerting milli vina og kærustupara Hvaða snerting er í lagi á milli vina annars vegar og kærustupara hins vegar. Hvaða snertingar eiga við um bæði samböndin? Snerting Vinir Kærustupar Kynlíf „High five“ Sleikur Koss á kinn „Fist bump“ Faðmlag Snerta öxl Látið nemendur merkja við hvaða snerting er í lagi á milli vina annars vegar og kærustupara hins vegar. Athugið að einhverjar tegundir snertingar eiga við um bæði samböndin. Mynd bls. 143: Ást á milli para Ást á milli kærustupara og hjóna er bæði andleg og líkamleg. Hún felur í sér þörf fyrir að snerta líkama hvors annars eins og til dæmis að kyssast, kela og stunda saman kynlíf. Þetta er kallað rómantísk ást. Fólk sem er mjög ástfangið af hvort öðru getur oft hreinlega ekki séð hvort af öðru og þarf stöðugt að vera snertast og vill helst alltaf vera saman. Mynd bls. 144: Eru þið kærustupar? Áður en þú segir öðrum frá kærustunni/ kærastanum þínum þarftu að vera 100% viss um að viðkomandi sé sammála þér um að þið séuð kærustupar. Annar aðilinn getur aldrei bara einn ákveðið að þið séuð par, það þarf alltaf tvo til. Aldrei birta á samfélagsmiðlum að þið séuð kærustupar nema báðir aðilar séu samþykkir því. Mynd bls. 145: Ástarsambönd Fólk verður ekki bestu vinir á fyrsta degi sem það hittist eða á einni viku. Það tekur tíma að kynnast og byggja upp traust. Sama gildir um ástarsambönd.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=