40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 43 Mynd bls. 131: Stefnumót – viðvörunarbjöllur • Ef aðilinn sem þú ert með á stefnumóti sýnir eitthvað af neðangreindri hegðun, veltu þá fyrir þér hvort þú viljir hitta viðkomandi aftur. ◌ Er oft að kíkja á klukkuna eða símann. ◌ Virkar áhugalaus um þig. ◌ Með hendur í kross. ◌ Geispar. ◌ Lítur í kringum sig eins og hann langi frekar að tala við einhvern annan. ◌ Færir sig í burtu þegar þú færir þig nær. ◌ Segist þurfa að fara fyrr en áætlað var. ◌ Gerir lítið úr þér. Mynd bls. 132: Stefnumót • Aldrei að lofa neinu eins og að segja að þú ætlir að senda skilaboð eða hringja þegar þú hefur ekki áhuga. • Það leiða ekki öll stefnumót til sambands. Stundum finnur þú að þig langar ekki að hitta viðkomandi aftur. Mynd bls. 133: Stefnumót • Það þurfa báðir aðilar að hafa áhuga og vera sammála um að vilja halda áfram að hittast til að kynnast frekar. • Stundum hefur annar aðilinn ekki áhuga og vill ekki hittast aftur, hann finnur að hann er ekki hrifinn. Það getur verið sárt fyrir aðilann sem er spenntur en það er ekkert við því að gera. Mynd bls. 134: Stefnumót – framhald • Ef þér finnst þetta hafa gengið vel má velta upp spurningunni hvort þið ættuð kannski að hittast aftur. Segja „Það er búið að vera gaman að vera með þér, langar þig að hittast aftur?” • Ef það hefur gengið mjög vel þá er kannski í lagi að kyssa til dæmis á kinnina þegar þið kveðjist. • Ákveðið hvar þið ætlið að hittast næst og ræðið að þið verðið í sambandi með því að hringja eða senda skilaboð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=