40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 41 Mynd bls. 123 Kæri sáli Kæri sáli. Ég er skotinn í einum gaur sem er með mér í skóla. Ég reyni að ná augnsambandi við hann, brosa til hans, sýna honum áhuga og reyni að hanga þar sem hann er. Það er bara svo leiðinlegt að þegar ég reyni að segja eitthvað sniðugt hlær hann ekki en stundum sýnist mér hann brosa. Stundum þegar ég kem inn í hópinn þá fer hann. Ég læka allt sem hann póstar en hann lækar aldrei neitt hjá mér. Mig langar að senda honum skilaboð og bjóða honum á deit en þori því ekki alveg. Hvað á ég að gera? Umræður: • Er strákurinn að daðra á réttan hátt? Já? Nei? Hvernig þá? • Hefur hinn áhuga á honum? • Ætti hann að senda honum skilaboð? Af hverju? Af hverju ekki? Mynd bls. 124: Daður – hvað svo? Eftir að hafa daðrað í smá tíma og spjallað á samfélagsmiðlum eða í síma er næsta skref að fara saman á stefnumót ef ykkur líst vel á hvort annað. Mynd bls. 125: Stefnumót – hreinlæti • Ræðið mikilvægi þess að vera huggulegur til fara á stefnumóti. • Rifjum upp hvað þarf að vera í lagi (frá 3. kafla) ◌ Hrein föt (ekki með lykt eða blettum). ◌ Klipptar neglur og ekki með óhreinindum undir nöglunum. ◌ Fara í sturtu fyrir stefnumótið (þvo hár og einkastaði með sápu). ◌ Nota svitalyktareyði. ◌ Ekki nota of mikinn rakspíra/ilmvatn. ◌ Tannbursta sig (svo þið séuð ekki andfúl). Mynd bls. 126: Stefnumót • Mikilvægt er að hittast á opinberum stað, þar sem fleira fólk er í fyrsta skiptið. Til dæmis: ◌ Kaffihús ◌ Bíó ◌ Leikhús ◌ Keila ◌ Tónleikar ◌ Göngutúr ◌ Bogfimi ◌ Frisbee golf • Það gæti verið tilvalið að bjóða til dæmis upp á kók, kaffibolla eða popp. • Ef þér seinkar láttu vita.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=