40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 40 Mynd bls. 120: Feimni er eðlileg • Þegar fólk er hrifið af annarri manneskju fer það stundum hjá sér þegar það sér eða spjallar við viðkomandi og byrjar stundum að roðna. • Einnig er algengt að fólki finnist það vera kjánalegt og segja asnalega hluti. Það er alveg eðlilegt þegar þú ert nálægt þeim sem þú ert hrifin af. • Ræðið hvort það sé það sama að vera fyrir framan manneskjuna eða að tala við hana í gegnum samfélagsmiðla? • Það reynir miklu meira á að vera fyrir framan manneskjuna heldur en að tala saman á netinu, þá þorir viðkomandi að segja mun meira. Mynd bls. 121: Spenntur? Spennt? • Það getur stundum verið erfitt að átta sig á hvort hinum aðilanum líki við þig. • Það eru samt nokkur atriði sem geta bent til þess, til dæmis ef viðkomandi: ◌ Horfir á þig í laumi? ◌ Virkar áhugasamur um þig. ◌ Myndar augnsamband. ◌ Virkar slök/slakur (chillaður). ◌ Brosir til þín. ◌ Reynir að vera nálægt þér. ◌ Hlær af bröndurunum þínum. ◌ Sendir þér skilaboð. Mynd bls. 122: Ekki spennt? • Það eru nokkur atriði sem geta bent til þess að hinn aðilinn sé ekki spenntur fyrir þér, til dæmis ef viðkomandi: ◌ Hlær ekki að bröndurum þínum. ◌ Hefur ekki frumkvæði að því að nálgast þig eða að reyna að tala við þig. ◌ Hefur ekki áhuga á því sem þú ert að segja eða gera. ◌ Reynir ekki að vera á sama stað/slóðum og þú ert. ◌ Virðist ekki vera að horfa á þig eða fylgjast með þér í laumi. ◌ Fer þegar þú kemur. ◌ Svarar ekki skilaboðum frá þér.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=