Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 4 Inngangur Ástarmálin eru okkur flestum hugleikin, sérstaklega á framhaldsskólaárunum. Á þessum árum er margt að gerast í lífi okkar og við byrjum mörg að feta okkur áfram á þessu sviði. Námsefnið Allt um ástina er hugsað til að efla nemendur til að vera betur í stakk búin að stunda örugg samskipti í raun- og netheimi með uppbyggjandi hætti. Efla færni til að setja öðrum mörk í samskiptum, læra leiðir til til að kynnast öðrum með náin sambönd í huga og þekkja hvað greinir á milli heilbrigðra og óheilbrigðra ástarsambanda. Auk þess að læra að hlúa betur að sjálfum sér og eigin líðan. Þekkja sjálfan sig og sínar langanir og hvað það er sem heillar í fari annarra. Einstaklingar með fjölbreyttan tauaþroska hafa sömu langanir og jafnaldrar þeirra þegar kemur að því að stofna til náinna kynna (Corona, and all, 2015; Jonsdóttir, 2010). Á sama tíma sýna rannsóknir að þau eru minna virk kynferðislega eða hafa verið í ástarsambandi (Zamora o.fl., 2019). Ástæðurnar fyrir þessu geta verið margvíslegar. Þau fá færri tækifæri til að prófa sig áfram, eru félagslega einangruð eða eiga félaga í sömu sporum. Þau fá sjaldan að upplifa að læra af reynslunni (Frawley and Wilson, 2016). Rannsóknir sýna einnig að þau fá minni fræðslu og skortur er á kennsluefni sem hentar þeirra þörfum en oft þarf það að vera klæðskerasniðið (Curtis, 2017). Þá getur reynst erfiðara að lesa í umhverfið og læra óskrifaðar reglur samfélagsins. Þess vegna er markviss og regluleg fræðsla um kynheilbrigði og samskipti mikilvæg. Þessi ungmenni þurfa meiri fræðslu til viðbótar við hefðbundna kynfræðslu. Þau þurfa að læra leiðir til að vera öruggari í tengslum við kynheilbrigði, vináttu og ástarsambönd, daður, tilhugalíf og kynlíf (Zamora o.fl., 2019). Hvernig á að nota námsefnið Námsefnið spannar 11 kafla og skiptist í tvo hluta, annars vegar I. hluti sem eru kennsluleiðbeiningar og verkefni sem vinna á með í tengslum við myndir sem eru í II. hluta. Hver kafli er eins uppbyggður og hinn fyrri, það er upprifjun úr síðasta tíma og umræðuefni tímans í dag. Þá eru ýmis verkefni sem á að leysa. Í hverjum kafla má finna bréf stíluð til Kæra sála. Þetta eru bréf ungmenna sem eru að leita ráða vegna ýmissa vandamála og mælt er með að fá hópinn til að hjálpast við að ráðleggja einstaklingnum. Mælt er með að kenna einn kafla einu sinni í viku. Það er mikilvægt að undirbúa kennsluna vel með því að renna yfir kaflann og afla viðeigandi aðfanga fyrir tímann. Ákveðnir hlutar námsefnisins kunna að reynast sumum nemendum of flóknir, meta þarf því hverju sinni hvað hentar hverjum og einum. Margir í nemendahópnum þurfa endurtekningar og ætti því engin fyrirstaða að vera fyrir því að sumir nemendur fari oftar en einu sinni í gegnum námsefnið. Þá má einnig nota efnið með öðru námsefni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=