Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 39 Mynd bls. 117: Hvernig daðra ég? Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga áður en þú byrjar að daðra: • Reyna að ná augnsambandi við þann sem þér líst á. • Færa sig kannski aðeins nær viðkomandi ef það er viðeigandi. • Brosa pent til viðkomandi ef það er viðeigandi. • Blikka viðkomandi ef það er viðeigandi. • Segðu eitthvað sniðugt ef færi gefst. • Sýndu því áhuga sem hinn einstaklingurinn er að segja frá. • Reyna að rekast á viðkomandi og vera á sama stað. Mynd bls. 118: Daður – reglur 1. Passaðu að hrósa í hófi. Hrósaðu frekar einhverju sem viðkomandi er að gera eða fást við í daglegu lífi en ekki hrósa einstökum líkamspörtum. Aldrei hrósa of mikið eða vera of hreinskilin/n eins og að segja: „mér finnst þú svaka sæt/ur.“ 2. Aldrei að reyna snerta hinn aðilann. 3. Aldrei að stara, heldur reyna að horfa í laumi. Mundu að flestu fólki finnst óþægilegt að láta stara á sig. 4. Aldrei að njósna eða sitja um viðkomandi. 5. Aldrei senda mörg skilaboð (hámark tvisvar sinnum). 6. Aldrei nefna eða stara á einstaka líkamshluta sem eru fyrir neðan háls. 7. Aldrei að tala um ákveðna líkamsparta. 8. Aldrei vera með klámtal. Æfið ykkur í að hrósa hvort öðru (sjá kafla 1) Mynd bls. 119: Verkefni – Daður Fáið nemendur til að flokka þessi orð í hvað er í lagi og ekki í lagi í daðri í lagi ekki í lagi 1. Klámtal 2. Finna leiðir til að hittast 3. Hrósa líkamspörtum 4. Brosa pent 5. Segja þú ert með flottan rass 6. Snerta 7. Blikka 8. Stara á brjóst 9. Sýna áhuga 10. Segja eitthvað sniðugt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=