Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 37 Mynd bls. 108: Á ég séns? • Það mikilvægt að vera raunsæ með tilliti til hverja við eigum og eigum ekki séns í. • Ræddu við góðan vin eða aðila sem þú treystir um þína stöðu og möguleika, það er hverja þú átt séns í og hverja ekki. • Veltu fyrir þér eftirfarandi atriðum: ◌ Á ég raunverulega séns? ◌ Erum við á svipuðum stað í lífinu? ◌ Erum við á svipuðum aldri? ◌ Erum við svipaðar týpur? ◌ Erum við með svipaða færni þegar kemur að atriðum eins til dæmis að hugsa um okkur sjálf? • Hvað finnst þeim um að vera með einhverjum ófötluðum/fötluðum? Hvernig finnst þeim sem eru heilbrigðir að vera með fötluðum? Mynd bls. 109: Stattu með þér! Umræðupunktar: • Það finnst flestum gaman og gott að fá athygli. • Á ég að „deita“ einhvern bara af því hann er skotinn í mér? • Gott fyrir sjálfsmyndina að einhver sýni manni áhuga. • Á ég að „deita“ einhvern sem er skítugur og ekki sætur bara af því hann er hrifinn af mér? Mynd bls. 110: Umræður Látið nemendur velta eftirfarandi atriðum fyrir sér: já nei 1. Finnst þér í lagi að kærasti/a þurfi á aðstoðarmanni/liðveislu að halda vegna fötlunar sinnar? 2. Finnst þér þú eiga séns í vinsælustu/sætustu/klárustu unglingana í skólanum? 3. Finnst þér skipta máli að viðkomandi sé með svipaðar greiningar og þú? 4. Vilt þú helst vera með einhverjum sem er ekki með neinar greiningar? Spyrjið hvort einhverjir nemendur séu tilbúnir að deila með hinum svörunum sínum og ræðið síðan svörin. Þetta er viðkvæm umræða en engu að síður mikilvæg. Væri hugsanlega hægt fá nemendur til að segja að þau séu öll í starfsbraut vegna þess að þau eru með einhverjar greiningar, eru þau tilbúin að segja hvert öðru frá hvaða greiningu þau eru með?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=