40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 34 Mynd bls. 96: Er ég aðdáandi eða ástfanginn? • Það getur verið auðvelt að ruglast á því hvað er að vera ástfanginn eða að vera aðdáandi. • Fólk segir stundum að það sé ástfangið af þekktri manneskju eins og til dæmis uppáhalds leikaranum sínum, tónlistarmanni, kennara eða aðstoðarmanni. Mynd bls. 97: Aðdáandi • Oftast erum við bara aðdáendur því okkur finnst viðkomandi svo frábær og flottur og við ruglumst aðeins tilfinningalega. Það er alveg eðlilegt og í fínu lagi að láta sig dreyma svolítið. • Það er mjög ólíklegt að það verði til rómantískt ástarsamband við einhvern frægan ef þið þekkist ekkert og eruð ekki að hittast reglulega. Mynd bls. 98: Þið verðið hrifin Að verða hrifinn er tilfinning sem lýsir sér þannig að þú ert stundum alveg sjúklega skotin og trúir að viðkomandi sé hinn eini sanni og enginn í heiminum sé jafn sætur og meira spennandi. Þegar við erum skotin gefum við stundum eftir og leyfum öðrum að ganga yfir mörk okkar. Okkur finnst gott/gaman að fá þessa athygli og gerum oft hvað sem er til að fá hana áfram. Tengja við sjálfsmynd og tilfinningar. Það skiptir máli að við höfum sterka sjálfsmynd til að geta sett öðrum mörk og standast þrýsting til að segja nei við hlutum sem við erum ekki til í að gera. Það getur haft neikvæð áhrif á tilfinningar okkar að segja já við einhverju sem við viljum í raun segja nei við. Það hefur jákvæð áhrif á tilfinningarnar að standa með okkur sjálfum og segja nei við því sem við viljum segja nei við. Mynd bls. 99: Minn smekkur – útlit Það er mismunandi hvað skiptir okkur máli í fari annarra. Sumt skiptir mann miklu máli og annað getur manni verið sama um. Það er ólíklegt að við finnum einhvern sem er gæddur öllum þeim eiginleikum sem okkur dreymir um. Það getur verið gott að átta sig á því hvað það er sem skiptir okkur verulegu máli. Það má samt bæta við þetta að útlit skiptir ekki máli, heldur frekar persónueiginleikar. Við getum verið ólík hvað þetta varðar, það sem skiptir mig máli getur skipt annan aðila minna máli. Tökum reykingar sem dæmi. Einn aðili gæti alls ekki viljað vera með einhverjum sem reykir, á meðan öðrum gæti verið alveg sama. Ágætt er að hugsa um hvernig týpu og útliti þú hrífst af. Hverju velti ég fyrir mér í fari annarra? • Hárlit • Holdafari • Augnalit • Fatastíl • Hreinlæti (neglur, tennur, lykt, fatnaður, skór) • Hæð Ath. Sum hugtökin geta reynst flókin og gæti þurft að útskýra fyrir þeim.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=