Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 31 Mynd bls. 89: Kæri sáli … framhald (munið eftir 16 ára stelpunni sem átti sætasta kærasta í heimi sem hún kynntist á „discord?“) Í dag spurði kærastinn mig samt hvort ég vildi senda sér mynd af einkastöðunum mínum, hann sagði að það væri það sem kærustupör gerðu. Ég veit að ég á ekki að gera það en er það samt ekki í lagi ef hann er kærastinn minn? Umræður: • Ætti hún að senda honum nektarmynd? • Hvað gæti gerst ef hún sendir myndina? • Getur hún treyst þessum „strák?“ Mynd bls. 90: Kæri sáli Kæri sáli. Ég er 19 ára stelpa og ég er loksins búin að eignast kærasta! Við erum búin að vera saman í nokkrar vikur og ég er svo hamingjusöm. Stundum þegar við erum ekki saman á kvöldin þá biður hann mig um að senda sér nektarmynd. Ég hef nokkrum sinnum sent honum myndir af brjóstunum mínum en hann vill fá myndir af hinum einkastöðunum líka. Mér finnst það smá óþægilegt en hann segir að ef ég sendi ekki mynd þá hætti hann kannski með mér, hann nenni ekki að vera með svona skræfu. Hvað á ég að gera? Mig langar ekki að hann hætti með mér. Umræður: • Hefði hún átt að senda myndir af brjóstunum sínum? • Á hún að senda honum fleiri nektarmyndir? • Hvað gæti orðið um þessar myndir? • Langar okkur að vera í sambandi með einhverjum sem kemur svona fram við okkur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=