Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 3 Formáli Námsefnið Allt um ástina er ætlað nemendum með fjölbreyttan taugaþroska sem þurfa aðlagað námsefni. Efnið er hugsað til notkunar í eldri bekkjum grunnskóla og á starfsbrautum framhaldsskóla. Þá nýtist efnið einnig í fullorðinsfræðslu fyrir fatlað fólk. Vinna við gerð þessa námsefnis hófst árið 2020. Innblástur við vinnslu á námsefninu var meðal annars fenginn í vinnu með ungu fólki en höfundar efnisins eru starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR). Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Þróunarsjóður námsgagna veittu styrk við gerð þessa námsefnis sem og Lýðheilsusjóður. Verkefnið er samstarfsverkefni höfunda, Menntamálastofnunar og RGR. Þeir sem hyggjast nota efnið geta sótt námskeið um notkun þess hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Finna má upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu stofnunarinnar (rgr.is). Hafnarfjörður, maí 2023 María Jónsdóttir, félagsráðgjafi Thelma Rún van Erven, sálfræðingur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=