40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 28 Mynd bls. 78: Hvað má birta á samfélagsmiðlum? • Hverjir geta séð það sem ég birti á samfélagsmiðlum? ◌ Það er mikilvægt að huga að því hverju þú póstar á samfélagsmiðla og hvort þú viljir að allir geti séð það ◌ Ef við erum ekki með læstan aðgang geta allir séð það sem við birtum ◌ Um leið og við birtum eitthvað á samfélagsmiðlum er það komið til að vera og getur verið erfitt að eyða því fyrir fullt og allt • Ungt fólk ætti alltaf að vera með aðgang sinn á samfélagsmiðla læstan (private account). Til kennara: Sýnið þeim hvernig þau læsa aðganginum (mikilvægt að þið séuð búin að kynna ykkur það fyrir tímann). • Hvað má birta á samfélagsmiðlum? ◌ Má gera marga statusa um hversu mikið þú elskar maka þinn? (Dæmi: „Þú ert ástin í lífi mínu,“ „Draumadísin mín,“ „Ég elska x svo mikið.“) ◌ Nei. Það má þegar maki á afmæli eða ef þið eigið sambandsafmæli (til dæmis þegar þið eruð búin að vera saman í 1 ár) en ekki oftar. • Má birta mynd af sér í sleik? ◌ Nei. Það má birta mynd þar sem er verið að kyssa á kinn en ekki grófari kossa. • Má birta mynd af sér uppi í rúmi? • Nei. Það er einkarými og á ekki heima á internetinu. • Má ég birta myndir af mér í fáum/efnislitlum fötum? (Dæmi: bara í g-streng eða nærfötum, mjög flegnum kjólum/bolum, stuttum kjólum/pilsum.) ◌ Nei. Það er ekki viðeigandi að birta þannig myndir af sér á netinu. Mynd bls. 79: Verkefni – Samfélagsmiðlar Þetta er valfrjálst verkefni og best að leyfa nemendum að ákveða sjálf hvort þau vilja taka þátt eða ekki. Þrír nemendur vinna saman og fara yfir samfélagsmiðla hjá hvert öðru og meta hvort þau séu að fylgja þumalputtareglunum um hvað má birta á samfélagsmiðlum. Ef það eru einhver vafaatriði er gott að geta kallað til kennara til að aðstoða þau. Mynd bls. 80: Áhrifavaldar og athygli á samfélagsmiðlum Byrjið á að skoða instagram prófíla hjá einhverjum áhrifavöldum. Ræðið hvort þau séu að birta efni sem stangast á við það sem var rætt hér á undan.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=