40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 27 Mynd bls. 73: Kynnast á netinu • Er viðkomandi sú persóna sem hún segist vera? ◌ Er þessi persóna að gefa upp réttan aldur? ◌ Er viðkomandi kannski þegar í ástarsambandi? ◌ Eigum við einhverja sameiginlega vini? • Er þetta almennileg manneskja? ◌ Hvernig veit ég það? ◌ Get ég treyst henni? ◌ Af hverju? / Af hverju ekki? Spilið eftirfarandi myndband fyrir hópinn og ræðið síðan út frá umræðupunktunum. YouTube: Lucy and the Boy Mynd bls. 74: Kynnast á netinu • Farðu varlega og mundu að það tekur tíma að kynnast og eignast góða vini sem þú getur treyst fyrir einkamálum þínum. • Aldrei að gefa of miklar upplýsingar um sjálfan þig á netinu eða í gegnum skilaboð við manneskju sem þú hefur aldrei hitt í raunheimi. Mynd bls. 75: Kynnast á netinu • Að spjalla saman á netinu er oft auðveldara en að vera fyrir framan manneskjuna • Sumum finnst auðveldara að segja frá hrifningu sinni af annarri manneskju í gegnum skilaboð. Það er auðveldara en að vera fyrir framan manneskjuna. Mynd bls. 76: Kynnast á netinu • Flest þorum við að segja miklu meira í gegnum skilaboð heldur en augliti til auglitis, það er mun erfiðara. • Þegar við erum að tala saman á netinu þá sjáum við ekki þann sem við erum að tala við. • Það er mikilvægt að sjá líkamstjáningu, svipbrigði og raddbeitingu manneskjunnar til að geta áttað sig á hvernig hún er í raun og veru. • Það getur til dæmis verið erfitt að átta sig á kaldhæðni í gegnum skilaboð. • Sjá mynd: Ef þetta væri í gegnum tölvu gætum við ekki séð líkamstjáninguna og áttað okkur á því að hinn hafi greinilega ekki áhuga á samræðunum. Mynd bls. 77 Kynnast á netinu • Það er mikilvægt að hittast áður en þið takið ákvörðun um framhaldið. ◌ Spyrja sig spurninga eins og: Líst mér vel á þessa manneskju? ◌ Langar mig að kynnast henni? ◌ Líkar mér vel við hana? ◌ Áður en þú hittir einhvern sem þú kynntist á netinu getur verið góð hugmynd að tala fyrst saman í síma/facetime til að vera viss um að einstaklingurinn sé sá sem hann segist vera. ◌ Ef þú ákveður að hitta einhvern sem þú kynntist á netinu skuluð þið hittast á almenningsstað (kaffihús, bíó …) og láttu einhvern sem þú treystir vita hvað þú sért að fara að gera.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=