Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 24 Mynd bls. 64 Hreinlæti og kynfærin Mikilvægt er að nota milda sápu á kynfærin. Notið sápuna á þau utanverð en óþarfi er að setja hana inn í kynfærin, það getur eyðilagt eða þurrkað upp slímhúðina. Þá er mikilvægt að huga sérstaklega vel að hreinlæti á meðan blæðingar standa yfir. Góð regla er að þvo hendurnar fyrir og eftir að hafa skipt um bindi eða annað sem er notað þegar þú hefur blæðingar. Einnig að skipta um nærföt ef það hefur komið blóð í þau. Mynd bls. 65: Kæri sáli Kæri sáli. Í enskutímum sit ég við hliðina á stelpu sem ég þekki lítið. Stundum eigum við að gera paraverkefni saman. Hún er svo andfúl að ég „meika“ ekki að vinna með henni. Ég reyni helst að anda ekki þegar hún er að tala. Hvað á ég að gera? Kæri sáli. Kærastinn minn er nýbyrjaður að fara í líkamsrækt. Hann er búinn að vera á leiðinni lengi og er svo ánægður með sig að vera byrjaður. Þegar hann kemur heim er hann alltaf í svo góðu skapi og vill þá stunda kynlíf. Vandamálið er að hann er ekki búinn að fara í sturtu og það er svo mikil svitalykt af honum. Ég er hrædd um að ef ég segi eitthvað muni hann hætta að fara. Hvað á ég að gera? Umræðupunktar: • Þetta eru viðkvæm atriði að gagnrýna og getur verið særandi fyrir viðkomandi. Þess vegna þarf að gera varfærnislega. • Hvernig myndu þið vilja að væri talað við ykkur um svona hluti? • Hvernig myndu þið bregðast við ef þið fengjuð sambærilega gagnrýni? • Hvort er árangursríkara að ræða við viðkomandi eða bakatala viðkomandi við aðra? Ræðið að baktal er ekki af hinu góða. • Hér getur kennari lagt áherslu á mikilvægi hreinlætis, það viðkemur ekki bara okkur sjálfum. Við þurfum öll að huga vel að eigin hreinlæti til þess að aðrir vilji vera í kringum okkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=