Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 23 Mynd bls. 58: Líkamsþvottur Setjið í poka: sturtusápu, svitalyktareyði og e.t.v. milda sápu fyrir kynfærin, þvottapoka, líkams- og andlitskrem. Fáið nemendur til að taka einn og einn hlut upp og lýsa til hvers hann er notaður. Besta leiðin til að halda öllum líkamanum hreinum. Sumir kjósa að fara í bað. Þegar þú baðar þig, vertu viss um að þvo allan líkamann vandlega með sápu og notaðu þvottapoka. Þvoðu handleggina, kynfærin og fæturna vel. Sumir kjósa að fara í bað á hverjum degi meðan aðrir velja að fara annan hvern dag í bað. Þá er hægt að nota svitalyktareyði undir hendurnar til að stjórna líkamslyktinni. Mynd bls. 59: Fatnaður Það er frekar gagnslaust að fara í sturtu og síðan t.d. aftur í skítugar nærbuxur og sokka. Mikilvægt er að skipta um nærföt og sokka daglega. Þá þarf að fara yfir fötin sín og skoða hvort þau eru skítug eða ekki áður en þú ferð í þau aftur. Buxur, peysur og skyrtur þarf að þvo reglulega, ræðið hvað er eðlilegt að fara aftur í sömu buxurnar oft áður en þær eru þvegnar, ræðið fleiri fatategundir þ.e. hversu oft ætti að þvo þær. Mynd bls. 60: Kynfæri: Typpi og pungur Áður en við skoðum hvernig við þrífum typpi og pung skulum við fyrst vera viss um að þekkja vel heitin á þessum lífærum. Litið svæðin á myndinni sem merkt eru tölustöfum með ólíkum litum. 1. Typpi 2. Forhúð 3. Þvagrás 4. Þvagblaðra 5. Blöðruhálskirtill 6. Sáðblaðra 7. Sáðrás 8. Eistu 9. Pungur 10. Eistnalyppa Mynd bls. 61: Hreinlæti og kynfæri Skoðum myndina, það þarf að passa að þrífa forhúðina (það er hettan, sem hylur höfuð getnaðarlimsins). Það þarf að draga forhúðina til baka og þvo svæðið varlega þegar farið er í sturtu. Sjá myndband Mynd bls. 62: Ytri kynfæri: Píka Áður en við skoðum hvernig við þrífum píkuna skulum við fyrst vera viss um að þekkja vel heitin á þessum líffærum. Litið svæðin sem merkt eru tölustöfum á myndinni með mismunandi litum. 1. Snípur 2. Ytri skapabarmar 3. Þvagrásarop 4. Innri skapabarmar 5. Leggangaop 6. Endaþarmsop Mynd bls. 63: Innri kynfæri: Píka Litið svæðin sem merkt eru á myndinni með tölustöfum með mismunandi litum. 1. Leggöng 2. Legháls 3. Leg 4. Eggjastokkar 5. Eggjaleiðarar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=