40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 21 Mynd bls. 49: Einkastaðir líkamans Líkami hvers og eins er allur einkastaður en hér er verið að einfalda málið með því að tala um kynfæri hvers og eins. Ræðið um einkastaðina, fáið nemendur til að nefna hvað þeir heita. Af hverju notum við sundföt? – Ræðum það. Erum við stundum nakin á meðal annarra sbr. í búningsklefum? Mynd bls. 50: Kynþroski Rifjið upp helstu líkamlegar breytingar sem eiga sér stað við kynþroskann. Eftirfarandi líkamlegar breytingar eiga sér stað við kynþroska: Strákar/stálp: Líkaminn lengist Vöðvar stækka Hárvöxtur undir höndum, á kynfærum, efri vör, bringu og á handleggjum og fótleggjum. Kynfæri stækka Sæðisframleiðsla hefst í eistum Rödd breytist (mútur) Svitamyndun. Stelpur/stálp Líkaminn lengist Vöðvar stækka Mjaðmir breikka. Hárvöxtur undir höndum, á kynfærum og hand-og fótleggjum. Blæðingar hefjast Brjóst stækka Svitamyndun. Mynd bls. 51: Hreinlæti Að halda líkamanum hreinum stuðlar að bættri líkamlegri heilsu okkar, við minnkum líkur á að verða veik og komum í veg fyrir útbreiðslu sýkla ef við hugum vel að eigin hreinlæti. Mynd bls. 52: Persónulegt hreinlæti Persónulegt hreinlæti vísar til þess að við hugsum um að þrífa líkamann sem felur í sér að þvo hendur okkar, baða okkur, bursta tennurnar og klæðast hreinum fötum. Að innleiða gott persónulegt hreinlæti hefur bæði líkamlegan og heilsufarslegan ávinning. Að hugsa vel um eigið hreinlæti minnkar líkur á vondri líkamslykt og bætir persónulegt útlit: Þetta hefur áhrif á félagslega stöðu þína og stuðlar að betri tilfinningalegri líðan. Gott persónulegt hreinlæti getur styrkt sjálfsmyndina og aukið sjálfstraustið. Þegar við erum ung þurfum við að temja okkur að hugsa vel um persónulegt hreinlæti. Miklu máli skiptir að persónulegt hreinlæti sé gott. Það getur haft áhrif á hvernig fólk kemur fram við okkur eins og til dæmis í skóla eða á vinnumarkaðinum. Mynd bls. 53: Frá toppi til táar – Hárið Ræðið mikilvægi þess að huga vel að öllum líkamshlutum í tengslum við hreinlæti. Það er ekki bara nóg að þvo hárið. Setjið í poka sjampó, hárnæringu, hárbursta og greiðu. Fáið nemanda til að taka vöruna upp úr pokanum og lýsa fyrir hinum tilgang þess að nota þessa vöru. • Rakvél – rafmagns og venjuleg. • Raksápa. • Plokkari. • Vaxstrimlar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=