Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 20 3. Líkaminn og hreinlæti Mynd bls. 44: Líkaminn og hreinlæti Mynd bls. 45: Tíminn í dag 1. Spurningar úr síðasta tíma 2. Líkaminn okkar 3. Hreinlæti 4. Hreinlæti og kynfærin Mynd bls. 46: Spurningar úr síðasta tíma rétt rangt 1. Gleði, reiði, sorg og hræðsla eru grunntilfinningar. 2. Afbrýðisemi er gleðitilfinning. 3. Kynferðistilfinningar eru óeðlilegar og ekki í lagi. 4. Tilfinningar okkar geta birst með líkamstjáningu. 5. Það er mikilvægt að tjá tilfinningar sínar 6. Það eru ekki allir með tilfinningar. Mynd bls. 47: Líkaminn okkar Að viðhalda líkamlegri heilsu felur í sér að hlúa að líkama okkar. Við þurfum að passa upp á að hreyfa okkur daglega, borða hollan og fjölbreytan mat og fá nægan svefn. Þessi atriði stuðla að heilbrigðum lífstíl. Annað mikilvægt atriði er að vera hirðusamur um eigið hreinlæti með því erum við að sýna líkamanum okkar umhyggju. Að þekkja vel alla líkamspartana hjálpar okkar að hlúa betur að líkamlegri og kynferðislegri heilsu. Mynd bls. 48: Alls konar líkamar • Allir líkamar eru einstakir, engir tveir eru eins og það gerir okkur sérstök sem einstaklinga. Sérhver líkami er góður líkami og húðlitur er ólíkur. • Stundum eru mismunandi væntingar í samfélögum um það hvernig líkami okkar ætti að líta út og hvað við ættum að gera við hann. • En hann er þinn eigin líkami og þú ræður yfir honum og hefur leyfi til að taka þær ákvarðanir sem þér finnst bestar fyrir þig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=