Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 19 • Tilfinningarnar eru mikilvægar því þær segja okkur eitthvað um það sem er að gerast í lífi okkar. Tilfinningar geta hjálpað okkur að skilja okkur sjálf, en þær geta líka valdið ruglingi og jafnvel sært aðra. Stundum geta tilfinningar verið ruglingslegar til dæmis í tengslum við maka eða þegar við verðum hrifin af einhverjum eða þegar okkur er sýndur áhugi frá öðrum aðila. Betri skilningur á tilfinningunum getur hjálpað okkur að tjá þær þegar við erum innan um annað fólk. Að tala opinskátt um tilfinningar sínar við aðila sem við treystum getur hjálpað við að skilja betur líðan okkar. Auk þess gerir það okkur kleift að verða nánari manneskjunni eða fólkinu sem okkur þykir virkilega vænt um eða því um þig. Mynd bls. 43: Kæri sáli – greinið tilfinningar úr sögum Umræður: • Hvernig tilfinning er afbrýðisemi? • Hvað getur hann gert? • Væri ein leið að ræða við kærustuna og segja hvernig honum líður? • Hvernig líður honum í sambandinu? Þarf hann að endurskoða hvort hann vilji halda áfram að vera í þessu sambandi? Kæri sáli. Ég nýbyrjaður með stelpu. Hún á mikið af strákavinum og þegar hún fer að hitta þá finn ég oft að vöðvarnir spennast upp og stundum þegar hún er með þeim lengi fer ég að anda grunnt þangað til ég veit að hún er komin heim. Ég fattaði fyrst ekki hvað þetta væri en hún sér á mér að það er eitthvað að og hefur spurt en ég veit ekki hvernig ég að útskýra það. Ég talaði um þetta við vin minn og hann sagði að ég væri líklega að upplifa afbrýðisemi. Ég veit að hún myndi ekki halda fram hjá mér en þetta truflar mig samt. Hvað get ég gert? Umræður: • Hvernig tilfinning er afbrýðisemi? • Hvað getur hann gert? • Væri ein leið að ræða við kærustuna og segja hvernig honum líður? • Hvernig líður honum í sambandinu? Þarf hann að endurskoða hvort hann vilji halda áfram að vera í þessu sambandi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=