40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 18 Mynd bls. 40: Verkefni – Hvað er líkaminn að segja? Við getum sagt eitt á meðan líkaminn segir annað. • Til þess að vera skýr þarf líkamstjáning okkar að vera í samræmi við það sem sagt er. • Hvað var ég að segja með líkama mínum? 1. Fáið nemendur til að leika eftirfarandi með líkamanum og ekki nota orð: • Komdu hingað. • Nei. • Ég vil ekki. • Mér er kalt. 2. Teiknaðu útlínur á blað, spyrðu hópinn hvaða líkamsparta við notum til að tjá okkur (t.d. kjálkann, augu, líkamsstöðu, handapat, bros, rödd; merktu inn á teikninguna þessi svæði). 3. Leiktu fyrir hópinn með líkamanum og ýktu látbragðið: • Nei, á meðan þú kinkar kolli og brosir. • Farðu burt, á meðan þú opnar faðminn. • Mér líður vel, á meðan þú lítur út fyrir að vera dapur. • Ég er mjög reið, á meðan þú brosir. Mynd bls. 41: Upplifun og tjáning tilfinninga Við upplifum tilfinningar með breyttu líkamlegu ástandi okkar, t.d. fiðring í maganum eða kökk í hálsinum. • Þessi líkamlegu einkenni gefa oft vísbendingar um hverjar tilfinningarnar eru og hjálpa okkur að ákveða hvernig best sé að bregðast við þeim. Með því að bera kennsl á þær auðveldar það okkur að bera kennsl á líðanina og hafa taumhald á tilfinningunum. Við tjáum tilfinningar okkar með ólíkum hætti. • Reiði: Öskra, slá einhvern, sparka í hurð, hlaupa. • Ánægja: Hlæja, dansa syngja, hoppa af kæti. • Depurð: Gráta, skrifa sjálfum sér bréf, láta eins og allt sé í lagi, ölvaður. • Ótti: Öskra á einhvern, gráta, berja frá sér. Mynd bls. 42: Að deila tilfinningum með öðrum • Það er gott að deila tilfinningum með aðila sem við treystum vel. Þegar við ákveðum við hvern við viljum tala getum við skipulagt tíma og stað til að tala saman – stað þar sem við getum verið í næði og erum örugg. • Að skrifa hugsanir okkar niður á blað áður en við hittumst getur hjálpað þér að byrja samtalið. • Sumt fólk á erfitt með að deila tilfinningum sínum og það er allt í lagi. Við þurfum ekki að deila öllum tilfinningum sem við höfum en það er mikilvægt að deila tilfinningum þegar við þurfum hjálp. Það er kannski ekki til lausn á líðaninni eða vandanum en við vitum að það er einhver þarna til að styðja okkur. • Mikilvægt er hvernig þér líður. Það getur verið erfitt þegar við felum tilfinningar okkar, ýkjum þær eða forðumst einfaldlega að tala um þær við einhvern sem við treystum. Að tala við einhvern eins og fjölskyldumeðlim eða vin getur hjálpað okkur að líða betur. Að hafa einhvern til að deila tilfinningum sínum með getur hjálpað okkur að skilja þær betur og finna lausnir þegar á þarf að halda.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=