40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 17 • Líkamstjáning snýst um merki og skilaboð sem fólk sýnir. Hún er orðlaus samskipti sem geta vera meðvituð eða ómeðvituð. • Líkamstjáning er hluti af hegðun okkar og getur verið undir áhrifum frá sjálfsvirðingu, tilfinningum og skoðunum. • Líkamstjáning hjálpar eða hindrar að skilaboð komist áfram. • Ef við tjáum ekki tilfinningar okkar safnast þær saman og leka á endanum út með líkamstjáningu okkar. Stundum springum við af reiði þegar við eigum síst von á því eða verðum veik. • Stundum finnum við fyrir sektarkennd yfir því að sýna reiði okkar eða teljum það vera veikleikamerki að gráta fyrir framan aðra. Við notum ekki bara orð við notum líka líkamann. Fáið nemendur til að leika eftirfarandi með líkamanum og ekki nota orð. Það er ruglingslegt þegar líkamstjáning okkar passar ekki við það sem við erum að segja: • „Nei“, á meðan þú kinkar kolli og brosir. • „Farðu í burtu“, á meðan þú opnar faðminn. • „Mér líður vel“, á meðan þú lítur út fyrir að vera dapur. • „Ég er mjög reið“, á meðan þú brosir. Fáið nemendur til að para saman líkamleg einkenni við rétta tilfinningu. Mynd bls. 38: Verkefni – Para tilfinningar við viðbrögð líkamans 40741 Allt um ástina – nemendaverkefni | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 38 Verkefni: Líkamstjáning og tilfinningar Andlit roðnar Sviti Hiti Hraður hjartsláttur Kökkur í hálsinum Grátur Brjóstverkur Skjálfti Kuldi Gæsahúð Hoppa af kæti Flissa Orka Fiðringur í maga Reiði Hræðsla Ánægja Sorg Parið saman tilfinningu og líkamlega líðan: Mynd bls. 39: Verkefni – Svipbrigði Ljósritið verkefnablað 3 og klippið út myndirnar sem þar eru eða finnið myndir í blöðum eða á netinu af fólki sem sýnir mismunandi svipbrigði. Safnið myndunum í bunka. Biðjið nemendur að draga mynd og leika andlitssvipinn sem er á myndinni og sýna ef þau væru reið, hrædd eða sorgmædd. Hvetjið þátttakendur til að deila hvenær þeir gætu fundið fyrir þessum tilfinningum. Kennarinn byrjar á að sýna svipbrigði út frá myndinni sem hann dregur og segir hvað veki upp þessa tilfinningu hjá honum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=