Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 16 Mynd bls. 31: Grunntilfinning: Hræðsla Grunntilfinningar geta brotist út með ýmsum hætti með líkamstjáningu og hegðun. Hræddar tilfinningar geta sagt okkur þegar hlutirnir eru ekki í lagi eða þegar eitthvað slæmt gæti gerst. Ótti hjálpar oft til við að vernda okkur þegar við teljum að aðstæður séu hættulegar. Ótti hjálpar okkur að vera varkárari. Líkamsvísbendingar: Spenntir vöðvar, hröð grunn öndun, hraður hjartsláttur, að hugsa ekki skýrt, hlaupa í burtu, fela sig. Mynd bls. 32: Grunntilfinning: Reiði Reiðitilfinningar geta sagt okkur þegar eitthvað virkar ekki eins og við viljum eða búumst við, þegar komið er fram við okkur á ósanngjarnan hátt eða við höfum misst eitthvað sem er okkur mikilvægt. Stundum geta reiðitilfinningar hvatt okkur til að leysa vandamál þegar við höfum týnt einhverju (t.d. mikilvægum hlut, leik, vinnu, ástvini, einhverju sem við höfum vonað eftir, o.s.frv.). Líkamsvísbendingar: Spenntir vöðvar, grunn öndun, roði í kinnum, gnísta tönnum, setja í brýnnar, hugsa ekki skýrt, öskur, blótsyrði, kýla. Mynd bls. 33: Grunntilfinning: Afbrýðisemi Er reiðitilfinning og á ábyrgð þess sem upplifir hana. Afbrýðisemi getur birst á mismunandi hátt við mismunandi aðstæður. Þú getur stundum fundið fyrir afbrýðisemi til dæmis í garð fjölskyldumeðlima, systkina, vina, aðila úr skólanum þínum, aðila í parasambandi eða einhvers sem þú ert að keppa við. Það er mikilvægt að átta sig á því hvaðan afbrýðisemin kemur. Hver er upplifun þín? Ertu óörugg um að verða hafnað eða skilin eftir útundan? Óttastu að missa manneskju sem skiptir þig máli? Afbrýðisemi sprettur gjarnan af óöryggi. Það skiptir máli að gera sér grein fyrir því að afbrýðisemi er þín eigin tilfinning og því á þinni ábyrgð en ekki annarra. Þú berð ábyrgð á því að skilja hver rótin er og takast á við þær tilfinningar sem þú ert að upplifa: Líkamsvísbendingar: Spenntir vöðvar, grunn öndun, roði í kinnum, gnísta tönnum, setja í brýnnar, hugsa ekki skýrt, öskur, blótsyrði, kýla. Mynd bls. 34: Grunntilfinning: Sorg Þegar við höfum misst eitthvað (t.d. mikilvægan hlut, leik, vinnu, ástvini, eitthvað sem við höfum vonast eftir, o.s.frv.). Líkamsvísbendingar: Slaka á vöðvum, hallandi líkamsstaða, höfuð niður, tár. Mynd bls. 35: Grunntilfinning: Gleði Gleðitilfinningar geta sagt okkur þegar góðir hlutir eru að gerast. Þeir hjálpa okkur að ákveða hvað við viljum virkilega gera eða hverjum við viljum eyða tíma með. Líkamsvísbendingar: Slaka á vöðvum, hæg öndun, bros, hlátur, vellíðan, nota góð orð. Mynd bls. 36: Kynferðislegar tilfinningar Kynferðislegar eða rómantískar tilfinningar geta sagt okkur þegar við löðumst að, erum hrifin af eða líkar við einhvern. Þessar tilfinningar eru eðlilegar og gætu breyst í ástríkar tilfinningar eða að lokum vináttu eða samband. Líkamsvísbendingar: Slaka á vöðvum, hæg eða hröð öndun, stöðugur eða hraður hjartsláttur, bros, kynþokkafullar hugsanir, kitl í kynfærin. Mynd bls. 37: Tilfinningar og líkamstjáning Grunntilfinningar geta brotist út með ýmsum hætti með líkamstjáningu og hegðun. Tilfinningar eru til staðar og eru hvorki réttar né rangar. • Líkamleg líðan gefur vísbendingar um hvaða tilfinningar við erum að upplifa. • Ef við tjáum ekki tilfinningarnar koma þær fram í líkamstjáningu okkar og hreinlega leka út. • Stundum tjáum við ekki tilfinningar okkar því okkur finnst það vera kjánalegt, dónalegt eða vegna þess að við höfum samviskubit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=