Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 15 2. Tilfinningar og líkamstjáning Mynd bls. 26: Tilfinningar og líkamstjáning Mynd bls. 27: Tíminn í dag 1. Spurningar úr síðasta tíma 2. Tilfinningar 3. Tilfinningarhjólið 4. Líkamstjáning 5. Samskipti og tilfinningar Mynd bls. 28: Spurningar úr síðasta tíma rétt rangt 1. Sjálfsmynd er sú mynd sem við höfum af sjálfum okkur. 2. Veik sjálfsmynd lætur þér líða vel með sjálfan þig. 3. Sterk sjálfsmynd hjálpar þér að standa með sjálfum þér. 4. Að geta tekið hrósi er dæmi um sjálfsstyrk. 5. Sjálfsrækt felur í sér að hugsa jákvætt um sjálfan sig. 6. Að vera ákveðin er sama og vera frek. 7. Við segjum stundum já til að þóknast öðrum. Mynd bls. 29–30: Tilfinningar • Við höfum öll tilfinningar hvort sem við viljum það eða ekki, við ráðum því ekki hvort við höfum tilfinningar en við berum ábyrgð á hvernig við tjáum þær. • Við getum tjáð tilfinningar okkar með margs konar hætti. • Tilfinningar eru alls konar. • Allar eiga rétt á að láta í ljós tilfinningar sínar en við eigum ekki að stýra öðru fólki með þeim. • Rætur tilfinninga má rekja til einhvers sem við erum að hugsa og við tjáum þær á alls konar máta. Skoðum þessar fjórar grunntilfinningar á myndinni: ◌ Gleði ◌ Sorg ◌ Hræðsla ◌ Reiði Verkefni: Teiknið fjögur stór tré á stórt blað eitt tré á hvert blað eins og sjá má á bls. 29. Náið í verkefnablað 2 aftast í kennsluleiðbeiningum. Þar er búið að skrá niður orðin úr tilfinningahjólinu sem eiga við sorg, reiði, gleði og hræðslu. Klippið út miðana og ruglið þeim saman. Fáið hvern og einn nemenda til að draga renning úr bunkanum og hengja á viðeigandi tré.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=