40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 12 Mynd bls. 21: Sjálfsrækt Skoðið myndir og ræðið að það sé margt sem hægt er að gera fyrir sjálfan sig. Hvað er sjálfsrækt? • Að hlúa að sjálfum sér og vera góður við sig. • Hugsa jákvætt um sjálfan sig. ◌ Ég get – ég vil • Rækta sjálfan sig. ◌ Hreinlæti ◌ Hreyfing ◌ Mataræði Mynd bls. 22: Hvað getum við gert? • Ræðið hvað við getum gert: • Rækta áhugamál eða leita leiða til að koma sér upp áhugamálum. ◌ Hvað finnst mér gaman að gera? ◌ Hverju vil ég verða betri í? ◌ Hvað langar mig til að læra? • Vinna í því að eignast vini og rækta þá. Mynd bls. 23: Að gagnrýna • Veldu stað og stund – aldrei fyrir framan aðra. • Þegar þú ert á réttum stað – vertu nákvæmur með það sem þú ert að gagnrýna. ◌ Lýstu nákvæmlega því sem þú ert ekki ánægður með. ◌ Ekki gagnrýna einstaklinginn persónulega. ◌ Mundu að ekki er víst að viðkomandi breyti hegðuninni sem þú ert að gagnrýna; hann einn getur breytt henni. ◌ Með því að gagnrýna sýnir þú sjálfum þér virðingu og samþykkir að tilfinningar þínar séu jafn mikilvægar og annarra. ◌ Gagnrýni veitir fólki tækifæri til að breyta hegðun sinni. ◌ Það er munur á milli þess sem þú vilt og að gagnrýna. • Þegar við gagnrýnum erum við að óska eftir breytingum í fari annars. ◌ Þú átt rétt á að segja fólki hvað þér líkar. ◌ Það þýðir samt ekki að þú fáir vilja þínum frágengt. ◌ Með gagnrýni ertu að koma fram við þig af virðingu. • Hvað finnst okkur um konuna sem er að gagnrýna? Hvernig líður stelpunni/stálp með þessa gagnrýni?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=