Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 10 Ræðið: • Að vera ákveðin/n tryggir ekki að þú fáir þitt fram. • Að vera ákveðin/n snýst ekki um að vinna. • Með því að vera ákveðin/n er ekki þar með sagt að þú náir öllu þínu fram. • Því meira sem þú æfir þig því auðveldara verður það. • Öllum finnst erfitt á einhverjum tímapunkti að biðja um það sem þá langar í. • Við þurfum að skoða hvernig við hegðum okkur núna til að geta lært að vera ákveðnari. • Að biðja um það sem þú vilt þýðir að þú þarft að bera þá virðingu fyrir sjálfum þér sem þú átt skilið. Mynd bls. 18: Hegðun Útskýrið: Hegðun er allt sem við gerum og segjum. Við sýnum öll margskonar hegðun. Sumt fólk er hlédrægt eða til baka við þá sem hafa völd, þá finnst öðrum erfitt að tjá tilfinningar sínar. Sumir samþykkja allt sem þeir eru spurðir um, finnst oft eins og aðrir ráði meiru. Mynd bls. 19: Verkefni – Sterk sjálfsmynd – Ákveðniþjálfun Veltum fyrir okkur myndinni. Stelpan er að segja að hún sé næst í röðinni. Við sjáum þrjár tegundir af þessari hegðun á myndinni. a. Ákveðni: Hún stendur með sjálfri sér er kurteis en ákveðin – „fyrirgefðu,“ segir hún við konuna við hliðina á henni sem gerir sig líklega til að verða næst. „Ég er næst,“ segir hún ákveðin og horfir á konuna sem segir: „afsakið“. b. Frekt: Hán sér að konan við hliðina ætlar að ryðjast fram fyrir. Hán segir: „heyrðu góða,“ frekjulega og reiðileg á svipinn, „ég er næst.“ c. Feimið: Hán sér að konan við hliðina er líkleg til að ryðjast fram fyrir. Hán horfir bara niður og segir ekki neitt. Sterk sjálfsmynd felur meðal annars í sér að sýna ákveðni og hvernig við hegðum okkur og stöndum með sjálfum okkur. Ákveðniþjálfun hjálpar okkur að breyta þeirri hegðun sem við erum ekki ánægð með. Hún hjálpar okkur einnig að verða ákveðnari og styrkir sjálfsmynd okkar. Verkefni Fá nemendur til að hugsa um aðstæður þar sem þeim fannst erfitt að biðja um það sem þau vilja. Aðstæður þar sem þau geta misst stjórn á skapi sínu eða þagað í stað að spyrja spurninga þegar þau langar til. Ég gef sjálf dæmi um mig þar sem mér fannst erfitt að vera ákveðin. Spyrjið: Fáið nemendur til að draga miða sem lýsir hegðun sem þau eiga að leika. Á þessa 3 miða eru skrifuð hugtökin: Frek/ur, ákveðin/n, feimin/n, hlédræg/ur. Skrifið hugtökin einnig upp á töflu. Nemandinn dregur annan miða skv. lýsingu hér að neðan og á að leika það sem stendur á miðanum. Aðrir nemendur að geta sér til um hvaða hegðun nemandi var að sýna (ákveðni, frekju eða hlédrægni).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=