40741 Allt um ástina – nemendaverkefni | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 54 Hárin á líkama okkar Hvernig snyrtum við önnur hár á líkamanum? Rakstur: Rakstur felur í sér að hár er fjarlægt með því að nota rakvél og raksápu. Fólk notar oft rakstur sem aðferð til að fjarlægja hár í andliti, hár undir handleggjum og hár á fótleggjum. Þau sem vilja ekki safna skeggi þurfa að raka sig reglulega. Vaxmeðferð: Vaxmeðferð felur í sér að hár er fjarlægt af rótinni með vaxstrimlum en það vex aftur eftir tvær til sex vikur. Hægt er að vaxa næstum hvaða svæði líkamans sem er, þar á meðal: augabrúnir, kynhár, fætur, handleggi, bak og fleira. Plokkun: Plokkun felur í sér að hár er fjarlægt af rótinni með því að nota plokkara.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=