40741 Allt um ástina – nemendaverkefni | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 210 Kynsjúkdómar Félagshæfnisaga Óla verður illt í typpinu þegar hann pissar og hann er líka með kláða á kynfærasvæðinu, þetta er mjög óþægilegt. Óli heldur að hann sé kannski með kynsjúkdóm. Hann svaf hjá stelpu um helgina og þau notuðu ekki smokkinn. Núna þarf hann að fara til læknis. Óli getur annað hvort pantað tíma hjá heimilislækni eða farið á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Óli hittir lækni sem tekur þvagprufu. Í ljós kemur að Óli er með klamydíu og þarf að fá lyf. Læknirinn hefur samband við stelpuna og lætur hana vita að hún þurfi líka að láta skoða sig. Eftir að Óli klárar lyfjaskammtinn er hann ekki lengur með klamydíu. Óli ætlar að muna að nota smokkinn næst. Ræðið söguna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=