Allt um ástina - nemendaverkefni

13 Sjálfsmynd 40741 Allt um ástina – nemendaverkefni | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð Kæri sáli Ég verð að segja þér frá afmælisdeginum í gær. Ég var búin að hlakka svo til að fá símtöl, skilaboð, like, „snöpp“ og „tögg“ í „stories“ frá vinkonum mínum en síðan heyrðist ekkert frá þeim allan daginn. Ég var mjög leið og sjálfsmyndin mín var í molum. Ég hélt að þær væru bara búnar að gleyma mér eða væri alveg sama um mig. Síðan þegar ég kom heim úr bæjarvinnunni var fjölskyldan mín og allar vinkonur mínar búnar að skipuleggja óvænt afmælisboð fyrir mig. Mér brá ekkert smá þegar þau stukku öll fram og öskruðu “Til hamingju með afmælið” en ég held ég hafi aldrei verið jafn glöð. Þetta var besti afmælisdagur „ever“ og ég er heppnasta stelpa/stálp í heimi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=