Allir vinna - Deiling
Það sem skiptir máli Til þess að styðja við og auka lestrar- og stærðfræðiþekkingu barnsins er gott að: LESA SAMAN • Skoðið forsíðuna. Lesið titilinn. Talið um hvað það þýðir þegar „allir vinna.“ Hvernig geta fleiri en einn unnið ef aðeins einn vinningur er í boði? • Ræðið merkingu þessara orða í sögunni: að skipta, deila, á mann, í tvennt, í þrennt, í fernt. Gott er að fá barnið til að búa til setningar með þessum orðum. • Hvetjið barnið til að lesa dæmin í römmunum upphátt. Það fyrsta er: eitt hundrað deilt með tveimur er jafnt og fimmtíu. • Þegar sagan hefur verið lesin, biðjið barnið að segja frá því hvernig hver og einn vinnur: Gunnar, Fanney, Nökkvi, Jökull, Bubbi, Loki, Pási, bekkurinn hennar Fanneyjar og Risapandan. (Sjá bls. 14.) FINNA TENGSL VIÐ STÆRÐFRÆÐINA • Notið kökudiskana á bls. 32 til að tala um afgang. Af hverju ganga „jafnir hópar“ upp? Af hverju er stundum „afgangur“? Biðjið barnið um að bera saman dæmin á kökudiskunum. • Rifjið upp margföldun með barninu. Skoðið hvernig nýta má þekkingu á margföldun í deilingu. Ef þú veist að 2 · 5 = 10, veistu líka að 10 : 5 = 2 og 10 : 2 = 5 • Vekið athygli barnsins á aðferð 3 á bls. 32. Biðjið það að segja hvað er eins í hverri línu. (Fyrsta talan, önnur talan.) Getur barnið skapað reglu þar sem þriðja talan er alltaf sú sama? BEITA STÆRÐFRÆÐIHUGTÖKUM • Fáið barninu 36 smáhluti eða kubba til að telja. Biðjið það að hugsa sér verðlaun (t.d. límmiða) og skipta hlutunum jafnt á diska eða í bolla og svara þannig spurningum s.s.: hve marga límmiða fengir þú ef límmiðarnir væru 12 og þeim skipt í tvennt, þrennt eða fernt? 36 límmiðum skipt í tvennt, þrennt, fernt, sex hluta eða tólf hluta? • Fáið barnið til að hugsa sér skemmtileg verðlaun sem hægt er að skipta í marga hluta (t.d. 12 bíómiða) og teikna síðan auglýsingu um leikinn. Biðjið barnið nú að teikna mynd af fjórum sigurvegurum sem deila verðlaununum jafnt á milli sín. Hvernig myndu þau skipta þeim? Væri einhver afgangur?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=