Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar
9 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti Fyrsta hjálp, bls. 26–29 • Í kaflanum er farið í gegnum undirstöðuatriði í skyndihjálp og fjallað um það sem ber að gera þegar komið er að slysi, hér kallað Fjögur fyrstu skrefin . Stuðst var við efni Rauða kross Íslands. Vert er að benda á að um miklu fleiri atriði er að ræða í skyndihjálp en tekin eru fyrir í námsefninu. Þar má t.d. nefna rétt viðbrögð við bráðaofnæmi, brunasárum eða aðskotahlut í öndunarvegi. • Verkefnið sem fylgir kaflanum gerir ráð fyrir því að nemendur æfi sig í réttum viðbrögðum og setji á svið umferðarslys í skólastofunni og noti„úttroðin föt” sem líkama hins slasaða. Ef einhver nemandi treystir sér til að leika hinn slasaða má að sjálfsögðu gera það. Einnig getur það aukið áhrif verkefnisins ef skrifað er handrit og leikritið tekið upp á myndband. Jafnvel væri hægt að gera það raunverulegra með því að taka það upp utan dyra, nota gerviblóð og setja inn hljóð eins og bremsuhljóð, sírenuvæl o.fl . þess háttar. Mikilvægt er að nemendur skilji nauðsyn þess að kunna réttu handtökin á ögurstundu og taki verkefnið alvarlega. Upp- lagt er að setja afraksturinn á heimasíðu bekkjarins/skólans og/eða halda kvik- myndasýningu/leiksýningu á sal fyrir aðra bekki eða foreldra, ef aðstæður leyfa. Ganglegt gæti verið að fara með nemendur út í bíl (kennara eða samkennara) og sýna þeim viðvörunarþríhyrninginn og fjalla um notkun hans. • E.t.v. má fá fulltrúa frá Rauða krossinum til að koma og ræða um skyndihjálp við bekkinn, sýna réttu handtökin og aðstoða við þennan þátt kennslunnar. • Heimasíða Rauða kross Íslands er www.redcross.is . Þar geta nemendur t.d. tekið krossapróf í skyndihjálp. • Ekki er úr vegi að útvega skyndihjálparveggspjald (hægt að panta hjá Rauða krossinum) og hengja upp í skólastofunni eða á göngum unglingadeildarinnar. Hvað hefur þú lært?, bls. 30 • Á næstu blaðsíðu er sami gátlisti og í nemendabók. Hann má ljósrita fyrir nem- endur til að nota í tengslum við sjálfsmat. K-6 Könnun
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=