Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar
8 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti Stopp … Stans …, bls. 24–25 • Forfeður okkar gengu eða hlupu og ferðuðust ekki um með öðru móti. Þess vegna má segja að „náttúrulegur” hraði okkar og viðbragðsflýtir miðist við meðal göngu- eða hlaupahraða venjulegrar manneskju. • Sjá má stutta fræðslumynd sem sýnir tengsl ökuhraða við stöðvunarvegalengd á vef Umferðarstofu www.us.is undir hnappnum umferðaröryggi > ýmis fróðleikur > hraðakstur , slóðin er http://www.us.is . • Áfengi og fíkniefni brengla dómgreind fólks og viðbragðsflýti og því er stórhættu- legt að vera undir áhrifum slíkra efna í akstri. Ýmis lögleg lyf, jafnvel hóstamixtúrur, sem hægt er að kaupa án lyfseðils í apótekum, geta einnig hægt á viðbrögð- um og því verið varasöm í þessu samhengi. Benda má á að áhrifin eru þó oftast einstaklingsbundin og lyf sem jafnvel eru ekki þríhyrningsmerkt geta í einstaka tilfellum einnig haft slævandi áhrif fyrir ákveðna einstaklinga. Boðskapurinn er í rauninni sá að nauðsynlegt er að vera ávallt vakandi fyrir því sem getur haft áhrif á hæfni ökumanns í akstri. • Fyrsta verkefni krefst þess að bekkurinn hafi aðgang að a.m.k. einu hjóli, helst fleirum. Bremsur hjólsins/hjólanna þurfa að vera í lagi. Brýna þarf fyrir nemend- um að ekki megi vera um neinn „glæfraakstur” að ræða, markmiðið er að geta stöðvað hjólið á öruggan hátt á sem stystum tíma. Það sama gildir þegar nem- endur kanna stöðvunarvegalengd hlaupara. • Skemmtilegt verkefni getur einnig verið að láta nemendur halda jafnvægi á beinni línu og ganga 5–10 metra án þess að fara út af línunni, án þess að rétta út hendur til að halda jafnvæginu betur. Líklega kemur í ljós að þetta er kannski ekki öllum eins auðvelt og ætla mætti. Í framhaldinu má ræða um það hversu mikið erfiðara (ómögulegt) það er fyrir manneskju undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Þessar aðstæður má svo yfirfæra á það að aka bifreið eftir beinum vegi undir áhrifum og tala um hraða og skynjun og hvað getur gerst við þær aðstæð- ur. Til að brengla jafnvægisskynið má láta nemendur snúa hver öðrum í tvo eða þrjá hringi áður en gengið er eftir línunni. K-5 Könnun
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=