Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar
7 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti Bílpróf, bls. 18–19 • Umfjöllun um bílprófsaldur og tengsl reynslu/aldurs og umferðarslysa má t.d. finna á vef Rannsóknarnefnda umferðarslysa www.rnu.is undir skýrslur. • Nemendur geta tekið æfingapróf á vef Umferðarstofu, www.us.is . Einnig má finna verkefni tengd ökunámi á vef Umferðarstofu. • Þegar bílstjóri sest upp í bíl, ræsir og ekur af stað eru mörg atriði sem hann fram- kvæmir svo að segja samtímis: spennir belti, stígur á kúplinguna, setur í hlutlaus- an/fyrsta gír/bakkgír, lítur í baksýnisspegilinn og hliðarspegla, gengur úr skugga um að allir hafi lokað bílhurðum, að farþegar séu spenntir í belti, setur ljósin á, lítur út um afturrúðuna, ræsir bílinn, gætir að umferðinni í kring, stillir miðstöðina, lítur á mælaborðið, o.s.frv. Þessum kafla fylgir umferðarspil til útprentunar aftar í kennaraheftinu, merkt K-4 Spil , þar sem sjónum er beint að ýmsum þáttum sem geta komið upp í akstri, bæði jákvæðum atriðum og neikvæðum, stórum sem smáum. Spilið er fyrst og fremst háð heppni en ekki þekkingu eða kunnáttu nem- enda. Það getur einkum nýst nemendum sem þurfa öðruvísi framsetningu eða endurtekningu í námi. Létt bifhjól og fjórhjól, bls. 20–21 • Stutt umfjöllun um þessi ökutæki, ætluð til að vekja nemendur til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að aka um á slíkum tækjum, ekkert síður en öðrum ökutækjum. • Hjá Umferðarstofu www.us.is eða hjá Ökukennarafélagi Íslands www.aka.is má afla upplýsinga um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá réttindi til að aka léttu bifhjóli. Skynjun og viðbrögð í umferðinni, bls. 22–23 • Heyrnarskertir ökumenn hafa lægri slysatíðni en aðrir ökumenn. Þeir nýta önnur skynfæri betur og eru betur á verði í umferðinni þar sem heyrnin nýtist þeim ekki að fullu. Það sama gildir að sjálfsögðu ekki um ökumenn sem hafa truflaða heyrn vegna yfirgnæfandi hávaða í tónlist úr bílnum eða annars hávaða sem dregur athyglina jafnvel frá umhverfinu. • Veðurfarslegar aðstæður (s.s. sólskin eða él), þreyta ökumanns eða veikindi, eða notkun áfengis og annarra vímuefna, og jafnvel áhrif frá sumum löglegum lyfjum geta brenglað skynjun ökumanna í umferðinni og viðbrögð. Nánar er fjallað um það í kaflanum Stopp … Stans …. K-4 Spil
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=