Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar

6 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti Raunveruleikinn, bls. 16–17 • Á www.straeto.is er hægt að nálgast gjaldskrá fyrir mismunandi tegundir strætókorta. • Umhverfismál og mengun koma við sögu í umræðum um bíla og umferð og þá er tilvalið að hafa umræðu um almenningssamgöngur í því sambandi. Ef fólk legði einkabílnum og tæki strætó myndi útblástur minnka, mengun vegna svif- ryks sömuleiðis, eldsneytisnotkun dragast saman o.s.frv. Ef fleiri tækju strætó væri e.t.v.hægt að fjölga ferðum/lækka fargjöld? Sjá unglingar nútímans fyrir sér hvern- ig aukin notkun almenningssamgangna gæti verið til hagsbóta fyrir umhverfið? Hvaða galla má finna við það að nota almenningssamgöngur (tími, vegalengdir, veður)? Yfirgnæfa gallarnir kostina, eða öfugt, að mati nemenda? • Á síðu Ríkisskattsstjóra www.rsk.is má finna reiknivél til að reikna út bifreiðagjöld. Nægir að reikna með að lítill fólksbíll vegi um 1000 kg, stærri fólksbíll um 1500 kg og meðalstór jeppi um 2000 kg. Auðvitað má einnig afla nákvæmari upplýsinga um heildarþunga bíla, fyrir þá sem eru áhugasamir um slíkt. • Verðskrár ökutækjatrygginga má finna á heimasíðum tryggingafélaganna. • Til að fá verð á dekkjaskiptum þarf að hafa samband við dekkjaverkstæði. • Þegar bíll er keyptur þarf m.a. að hafa í huga hversu miklu eldsneyti hann eyðir og hve mikið hann mengar. Einnig þarf að hafa í huga ýmis öryggisatriði, s.s. að öryggisbelti séu í lagi, að bíllinn sé ekki ryðgaður, að dekk séu í lagi o.fl . Á vef Umferðarstofu www.us.is eru gefin góð ráð til þeirra sem eru í bílakaupahugleið- ingum. • Umfjöllun um bílamengun má m.a. finna á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is . Þar er t.d. fjallað um svifryk í Reykjavík.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=