Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar

5 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti Öryggi og umferðarslys, bls. 12–13 • Hægt er að finna upplýsingar um umferðarslys (fjölda og mismunandi tegundir, eftir árum) á vef Hagstofunnar, www.hagstofa.is og á vef Umferðarstofu, www. us.is . • Auglýsingar um umferðaröryggismál má finna á vef Umferðarstofu, www.us.is og á vefsíðum tryggingafyrirtækja, t.d. www.tryggingamidstodin.is , www.sjova. is og www.vis.is. • Ökumaður ber ábyrgð á því að þeir farþegar hans sem eru undir 15 ára aldri séu með beltin spennt. Við 15 ára aldur breytist það og þar með ber hver ábyrgð á sjálfum sér. Að sjálfsögðu er þó hægt að ætlast til að farþegar fari að óskum öku- manns í þessum efnum og aðrir farþegar geta líka reynt að hafa áhrif þar á. Benda má nemendum á að ökumanni sé í rauninni í sjálfsvald sett að neita farþega um far vilji hann ekki spenna beltið eða skapi hættu að einhverju leyti. Tilvalið er að nota tækifærið hér og benda mjög ákveðið á þá ábyrgð sem fylgir því að stjórna ökutæki – bílar eru ekki leikföng. Hægt er að hafa samband við Umferðarstofu til að fá upplýsingar um viðurlög/sektarupphæðir, t.d. fyrir of hraðan akstur eða vegna þess að bílbelti eru ekki notuð. • Á síðu Rannsóknarnefndar umferðarslysa www.rnu.is má finna ýmsan fróðleik um slys. • Myndritin á bls. 15–16 má prenta á glærur og varpa á tjald eða varpa beint af skjá- varpa. Þau gefa gott tilefni til að ræða um álagstíma í umferðinni, unga ökumenn og áhættu, konur og karla í umferðinni og mikla fjölgun bifhjólaslysa samfara auknum fjölda bifhjóla í umferðinni. Umferð og fjölmiðlar, bls. 14–15 • Kaflanum er ætlað að vekja til umhugsunar um fjölda og alvarleika slysa í umferð- inni. Fyrirsagnirnar eru allar teknar úr dagblöðum frá sumrinu 2008 og eru aðeins brot af þeim slysum sem fréttir komu af í blöðunum það sumar. • Í tengslum við efni kaflans mætti einnig vekja nemendur til umhugsunar um það hvernig bílasölur og bílaumboð auglýsa bíla sína, til hvers reynt er að höfða hjá væntanlegum kaupendum. Tillaga að verkefni þessu tengdu: – Bílaumboð og lánafyrirtæki keppast um viðskiptavini og það er mikið í húfi að laða að sér fólk í bílahugleiðingum. Bekkurinn gæti hjálpast að við að safna slag- orðum og auglýsingum frá slíkum aðilum og skoðað saman á hvað aðaláhersl- an er lögð í slíkum auglýsingum. Spyrja mætti hvort aðrir þættir ættu jafnvel að vera í brennidepli og fá þannig umræður um öryggi og ábyrgð frekar en kraft og útlit þegar kemur að því að velja bíl. Einnig gæti umræða um mengun og nátt- úruvernd tengst þessu. Nemendur gætu, saman eða hver fyrir sig, gert lista yfir þá þætti sem þeim þykja mikilvægir þegar kemur að því að velja bíl – með rökstuðn- ingi fyrir hvert atriði. Ath. Mismunandi aðstæður fólks geta kallað á ólíkar áherslur hjá þeim sem eru að kaupa bíla. K-3 Myndrit

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=