Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar

4 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti færa þátttakendur sig á milli umferðarmerkja. Þeir eiga að þekkja merkin sem þeir lenda á. Spurningastokkur fylgir spilinu. Í honum eru 208 spjöld með spurning- um úr bókinni Akstur og umferð – Almennt ökunám, B réttindi eftir Arnald Árnason (útgefandi fræðslumiðstöð Ökukennarafélags Íslands, 1999). Nauðsynlegt getur reynst að kennari hafi bókina við höndina þar sem ýmis atriði koma þar fyrir sem ekki eru tekin fyrir í nemendaheftinu og gæti reynst þörf á að fletta upp. Markmið spilsins er að auðvelda nemendum að þekkja umferðarmerkin og læra mörg af helstu atriðum í ökunámi. • Bent er á símaskrána til að skoða öll umferðarmerkin. Einnig má finna öll merkin á www.us.is , undir flipanum umferðarmerki og að auki á vef Vegagerðarinnar á slóðinni http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/umferdarmerki Umferðarmenning, bls. 8–9 • Í Íslenskri orðabók frá 2003 er hugtakið umferðarmenning skilgreint svo: hegðun og hættir fólks í umferð . • Fjallað er um fyrsta bílinn á Íslandi. Hægt er að afla upplýsinga um Thomsensbíl- inn og upphaf bílaumferðar á Íslandi m.a. á vefsíðunni www.vegur.is . Á vegur.is er einnig að finna örstutta umfjöllun um fyrstu umferðarlögin. Finna má ýmsan skemmtilegan fróðleik um reiðhjóla- og bílamenningu (og árekstra þar á milli) þegar slík farartæki voru að ryðja sér til rúms hér á landi á www.fjallahjolaklubb- urinn.is . Einnig getur verið fróðlegt að skoða núgildandi umferðarlög, http:// www.althingi.is eða www.us.is , t.d. um skilgreiningar á farartækjum og vegum, almennar reglur um hvernig vegfarendum er skylt að haga sér o.fl. • Upplýsingar um skráningar og/eða fjölda ökutækja má finna á vef Umferðar- stofu, www.us.is , hjá Bílgreinasambandinu á www.bgs.is og á vef Hagstofu Íslands, www.hagstofa.is . Að halda„kúlinu“, bls. 10–11 • Stutt umfjöllun um mótun sjálfsmyndar á unglingsárum og sjálfstæða hugsun og ákvarðanatöku. Hvort er gáfulegra að reyna að vera „kúl”með því að nota ekki hjálm og eiga þar með á hættu að hljóta heilaskaða ef slys ber að höndum, eða að nota hjálminn og vernda heilann. • Einnig stutt umfjöllun um mikilvægi þess að sjást vel í myrkri. Varpað er fram spurningum um ábyrgð foreldra í þessu samhengi; sjá foreldrar almennt unglingunum sínum fyrir endurskinsmerkjum? Fá unglingarnir þau skilaboð frá foreldrum að ætlast sé til þess að þeir noti endurskinsmerki eftir að skyggja tekur og hafi hjálm þegar þeir hjóla? Hver er upplifun nemenda? K-2 Könnun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=