Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar

3 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti Við nokkra kafla eru merki eins og þetta . Það merkir að aftar kennara- heftinu sé ítarefni til útprentunar/ljósritunar, sem kennari getur nýtt í tengslum við efni kaflans, ef hann vill. Um er að ræða spil, myndrit og kannanir. Einnig er bent á að spilið Hringvegurinn getur nýst í kennslunni þegar fjallað er um umferðarmerkin. Kennaraheftið Í þessu kennarahefti er efninu skipt niður í kafla samsvarandi þeim sem eru í nem- endabókinni. Yfirleitt er ekki fjallað ítarlegar um hvern efnisþátt en aftur á móti komið með tillögur að vinnulagi eða verkefnum og aðrar gagnlegar ábendingar þar sem það á við og bent á vefsíður sem hægt er að nýta við verkefnavinnu. Aftar í heftinu er svo áðurnefnt ítarefni. Kafli í nemendabók Ábyrgð og tillitsemi, bls. 4 • Á þessari blaðsíðu er almenn umfjöllun um nauðsyn ábyrgrar hegðunar í umferð- inni. Lagt er til að nemendur kynni sér umferðarlög í lagasafni Alþingis www. althingi.is eða á vef Umferðarstofu, www.us.is. Umferðarmerki, bls. 5–7 • Á fyrstu síðum nemendabókarinnar er almenn umfjöllun um umferðarreglur auk þess sem nokkrir flokkar umferðarmerkja eru skoðaðir. Þau umferðarmerki sem tekin eru fyrir í hverjum flokki eru alls ekki tæmandi en miðast einkum við þau merki sem ætla má að nemendur taki einna helst eftir á daglegum ferðum sínum, hvort heldur þeir eru á ferðinni fótgangandi, hjólandi eða í bílum. Nokkur merkjanna eru auk þess valin með það fyrir augum að koma af stað umræðum og vangaveltum, s.s. þjónustumerkin þar sem vísað er á slysahjálp eða athyglis- verðan stað. • Síður með þeim umferðarmerkjum sem farið er í gegnum á fyrstu blaðsíðum nemendaheftisins eru á bls. 11–13, merktar K-1 Glærur . Síðunum má varpa beint á tjald eða prenta á glærur (í lit) til að fara yfir merkin saman í bekknum. Hvetjið nemendur til að leggja merkin á minnið, ræðið um þau, s.s. hvar þau er að finna einna helst (á gangstéttum, við vegarbrún, úti á landi, í miðbænum …) og látið nemendur „prófa” hver annan. Benda má á veggspjöld Umferðarstofu með helstu umferðarmerkjum. Hægt er að panta þau þaðan. • Spilið Hringvegurinn (útgefandi Námsgagnastofnun, 2004) getur nýst vel í kjölfar umræðu um þennan efnisþátt. Hringvegurinn er teningaspil ætlað nemendum í efstu bekkjum grunnskólans. Í spilinu ferðast nemendur hringinn í kringum Ísland. Umferðarmerkjum er raðað í kringum landið og síðan er teningi kastað og K-1 Glærur K-1 Glærur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=