Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar
24 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti K-4 Spil Þú keyrir ljóslaus. Þú borgar sekt, kr. 2.500. Þú reynir að ganga í augun á hinu kyninu og keyrir með aðra hönd á stýri. Þú ert bara hallærisleg(ur) og fær- ist aftur um tvo reiti . Þú leggur ólöglega. Bíllinn er dreginn í burtu og þú þarft að borga kr. 10.000 til að fá hann aftur. . Þú leggur bílnum upp á gangstétt þannig að fólk með barnavagn kemst ekki fram hjá. Farðu aftur um þrjá reiti. Þú keyrir í heila mínútu með handbremsuna á án þess að taka eftir því. Þú færist aftur um einn reit. Þú bakkar út úr innkeyrslu og yfir hjól sem liggur þar. Sem betur fer var enginn á hjólinu, en þú færð áfall og situr hjá í næstu umferð. Þú virðir ekki bannskilti og tekur U-beygju þar sem ekki má. Þú situr hjá í næstu umferð og borgar sekt, kr. 5.000. Þú leggur bílnum ólöglega rétt á meðan þú skreppur í tvær mínútur inn í sjoppu. Þú borgar sekt, kr. 2.500. Þú sendir sms á meðan þú keyrir. Þú borgar sekt, kr. 7.000. Þú skófst snjó og ísingu af rúðunum á bílnum en gleymdir að skafa af ljósunum. Þú færist aftur um einn reit. Hvorki þú eða farþegar þínir eru með öryggisbeltin spennt. Þú situr hjá í næstu umferð og borgar sekt, kr. 20.000. Þú gefur ekki stefnuljós áður en þú tekur beygju. Þú færist aftur um tvo reiti. Þú ert með of marga farþega í bílnum. Þú borgar sekt, kr. 5.000. Þú virðir ekki rétt ökutækis sem kemur frá hægri. Þú situr hjá í næstu umferð. Þú lætur mana þig til að fara í spyrnu á ljósum. Þú situr hjá í næstu umferð og borgar kr. 25.000 í sekt fyrir að vera hættuleg(ur) í umferðinni. Þú borgar ekki í stöðumæli. Þú borgar sekt, kr. 2.500. Þú keyrir utan vegar þar sem það er stranglega bannað. Þú festir bílinn í moldarflagi og situr hjá í næstu umferð. Þú keyrir of nálægt næsta bíl fyrir framan og skapar þar með hættu á aftanákeyrslu. Þú borgar sekt, kr. 2.500.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=