Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar
23 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti K-4 Spil Þú ekur 10 km yfir hámarkshraða og færð sekt. Þú borgar kr. 10.000. Þú verður bensínlaus. Þú situr hjá í næstu umferð á meðan þú nærð í eldsneyti. Það springur á bílnum hjá þér. Þú situr hjá í næstu umferð á meðan gert er við dekkið. Þú keyrir ljóslaus. Þú borgar sekt, kr. 2.500. Þú hefur trassað að láta skipta um dekk vegna árstíðaskipta. Þú borgar sekt kr. 20.000 og lætur skipta, kr. 5.000. Þú keyrir án þess að vera með öryggisbelti. Þú lendir í árekstri og þarft að liggja á sjúkrahúsi næstu tvær umferðir. Þú festir bílinn í snjó og þarft að moka og ýta. Þú ert með skóflu í bílnum og tekur þessu með jafnaðargeði. Þú tefst því lítið og mátt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þú skefur ísingu illa af rúðunum áður en þú leggur af stað. Þú færist aftur um tvo reiti. Dekkin eru orðin hættulega léleg. Þú þarft að kaupa ný dekk. Borgar kr. 50.000. Þú virðir ekki bannskilti og tekur U-beygju þar sem ekki má. Þú situr hjá í næstu umferð og borgar sekt, kr. 5.000. Þú leggur bílnum ólöglega. Þú borgar sekt, kr. 2.500. Þú talar í gemsa á meðan þú keyrir. Þú borgar sekt, kr. 5.000. Það drepst á bílnum hjá þér á ljósum en þú heldur ró þinni, setur hættuljósin á og reynir að starta. Þú mátt gera aftur. Farþegarnir í bílnum hjá þér eru ekki með öryggisbeltin spennt. Þú situr hjá í næstu umferð og borgar sekt, kr. 15.000. Þú gefur ekki stefnuljós áður en þú tekur beygju. Þú færist aftur um einn reit. Þú borgar ekki í stöðumæli. Þú borgar sekt, kr. 2.500. Þú virðir ekki rétt ökutækis sem kemur frá hægri. Þú situr hjá í næstu umferð. Þú keyrir á of miklum hraða og hendist yfir hraðahindrun. Þú situr hjá í næstu umferð á meðan þú lætur laga bílinn eftir þetta og borgar fyrir kr. 50.000.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=