Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar

22 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti K-4 Spil Þú þarft að sýna þig fyrir hinu kyninu og reykspólar af stað. Þú er hallærisleg(ur) og færist aftur um fimm reiti. Bíllinn verður rafmagnslaus og fer ekki í gang. Þú ert með startkapla í bílnum og færð start hjá öðrum bíl svo þetta reddast og þú tefst ekkert að ráði. Þú keyrir yfir á rauðu ljósi. Þú situr hjá í næstu umferð og borgar kr. 10.000 í sekt. Það er keyrt aftan á þig. Allir í bílnum eru með beltin spennt og sleppa við meiðsl. Þú mátt gera aftur. Vegavinna. Þú færist aftur um einn reit. Háannatími og miklar umferðartafir. Þú þeytir flautuna og þrasar yfir ástandinu. Þú færist aftur um þrjá reiti. Háannatími og miklar umferðartafir. Þú sýnir jafnaðargeð og rósemd. Þú mátt gera tvisvar í röð í næstu umferð. Syfjan er að buga þig og þú sleppur naumlega frá því að keyra út af. Þú situr hjá í næstu umferð á meðan þú leggur þig í bílnum í 15 mínútur. Þú virðir ekki stöðvunarskyldu. Þú situr hjá í næstu umferð og borgar sekt, kr. 5.000. Þú trassar að fara með bílinn í bifreiðaskoðun. Þú situr hjá í næstu umferð. Það vantar rúðuvökva á bílinn og þú sérð varla í gegnum framrúðuna. Þú færist aftur um einn reit. Þú ert með græjurnar í botni og heyrir ekki í sírenum sjúkrabíls sem þarf að komast fram hjá. Þú færist aftur um þrjá reiti. Bremsurnar eru orðnar lélegar. Þú færist aftur um tvo reiti. Þú tekur ranga beygju og villist af leið. Þú situr hjá í næstu umferð á meðan þú skoðar götukort. Þú gætir ekki að þér í lausamöl og keyrir út af veginum. Þú situr hjá í næstu umferð á meðan þú ferð í læknisskoðun á næsta sjúkrahúsi. Þú keyrir 20 km yfir hámarkshraða og færð sekt. Þú borgar kr. 20.000. Þú keyrir 6 km yfir hámarks- hraða og færð sekt. Þú borgar kr. 10.000. Löggan er með eftirlit og þú ert með bilað bremsuljós. Þú borgar sekt, kr. 2.500.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=