Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar
2 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti Á unglingsárum hafa nemendur þegar öðlast talsverða þekkingu á umferðarmálum og reynslu sem vegfarendur. Þeir hafa flestir fengið fræðslu heima, í leikskóla, í um- ferðarskólanum Ungir vegfarendur og ættu einnig að hafa fengið umferðarfræðslu í grunnskóla, bæði á yngsta og miðstigi. Námsefnið Allir spenntir er samið með það fyrir augum að vekja nemendur til ábyrgrar og gagnrýninnar hugsunar og umræðu um ýmislegt sem tengist umferðinni, s.s. öryggi, hættur og ábyrgð. Á unglingsárum nálgast bílprófsaldurinn og því er mikilvægt að leggja rækt við áframhaldandi fræðslu og umfjöllun um umferð og umferðaröryggi. Markmið með námsefninu Í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um umferðarfræðslu undir hatti námsgreinarinnar lífsleikni. Þar er m.a. gert ráð fyrir að nemendur á unglingastigi þekki umferðarmerki, séu meðvitaðir um hættur í umferðinni og átti sig á nauðsyn þess að sýna ábyrga hegðun í umferðinni. Einnig er gert ráð fyrir að nemendur á þessum aldri séu færir um að beita gagnrýninni hugsun og geti tjáð og rökrætt hugsanir sínar, skoðanir og væntingar, geti metið félagslegar aðstæður út frá eigin sannfæringu og staðist félagaþrýsting sem leitt getur til áhættuhegðunar. Að lokum má nefna að aðalnám- skráin gerir að auki ráð fyrir því að nemendur læri um rétt viðbrögð á slysstað og hjálp í viðlögum. Námsefnið Allir spenntir tekur á þessum atriðum á einn eða annan hátt. Uppbygging nemendaefnis Efninu, sem er fjölnota, er skipt í nokkra þætti og gert er ráð fyrir að hver efnisþáttur geti staðið sjálfstætt þótt þeir tengist vissulega allir. Ekki er nauðsynlegt að vinna með efnið í þeirri röð sem það er í nemendabókinni. Hver efnisþáttur inniheldur Mola , þ.e.a.s. fróðleiksmola um áhersluefni kaflans. Gert er ráð fyrir að kennari lesi þessa mola upp fyrir bekkinn eða láti nemendur lesa upphátt og að efni þeirra sé rætt eins og áhugi og aðstæður leyfa. Í hverjum kafla er einnig Spjall og Verkefni þar sem annars vegar er varpað fram spurningum til nemenda, sem gert er ráð fyrir að leiði til umræðu innan bekkjarins undir stjórn kennarans, og jafnvel heima fyrir líka, hins vegar eru uppástungur að fjölbreyttum verkefnum sem hægt er að vinna út frá efn- inu hverju sinni. Verkefnin eru ýmist ætluð til hópvinnu eða einstaklingsvinnu og gera flest ráð fyrir að nemendur afli upplýsinga af Netinu eða með eigin könnunum og athugunum, en við sum þeirra þarf e.t.v. að afla upplýsinga annars staðar frá, s.s. úr bókum, blöðum eða tímaritum eftir því sem við á, eða með því t.d. að taka viðtöl við foreldra eða aðra. Rétt er að undirstrika það hér að gert er ráð fyrir að kennari og/eða nemendur velji úr verkefnunum eftir því sem áhugi og aðstæður til verkefnavinn- unnar leyfa, en ekki að þau séu unnin öll. Aftast í nemendabókinni er listi yfir nokkrar gagnlegar vefsíður, innlendar og erlendar sem tengjast umferðarmálum og nemend- ur geta nýtt sér á einhvern hátt við verkefnavinnuna. Nokkur orð til kennara um umferðarfræðslu á unglingastigi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=