Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar

17 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti 1. Spilið er fyrir 2–6 ökumenn (leikmenn) eða 2–4 lið. Spilaborð er á öftustu blaðsíðu. 2. Kastað er upp á hver byrjar. Sá sem byrjar er jafn- framt lögreglustjórinn og sér um að reglum spils- ins sé fylgt, ásamt því að skrifa lögregluskýrsluna í lok spilsins. Ef einhver ökumaður fær hraðasekt fær lögreglustjórinn upphæðina til ráðstöfunar fyr- ir sig og bætist upphæðin þá við hjá honum í lok spilsins. 3. Markmiðið er að ljúka ökuferðinni með hagnaði og skoða á leiðinni ýmislegt sem getur komið upp á í umferðinni, bæði jákvætt og neikvætt. 4. Þegar ökumaður lendir á gulum reit á hann að draga spjald (gult) úr viðkomandi bunka, lesa upphátt fyrir hina það sem á spjaldinu stendur og geyma svo spjaldið hjá sér. Það sama gildir um grænu reitina. Gulu spjöldin eru flest sektir* eða annað neikvætt, grænu spjöldin eru jákvæð atriði sem gefa stig sem færa má sér til tekna við lok spilsins. Hvert stig jafngildir kr. 1.000 handa öku- manninum. 5. Alltaf þarf að stoppa á reitummeð umferðarmerkj- um á. Ökumaður þarf að segja hvað merkið þýðir til þess að mega halda áfram. Ef hann svarar rétt má hann skila einu gulu spjaldi frá sér aftur í bunk- ann. Ef svarið er ekki rétt færist hann aftur á sama reit og hann var á síðast. 6. Þegar einn ökumaður (eitt lið) af hvorri leið er kominn í mark telst spilið búið. Ef leikmenn eru að- eins tveir er spilið búið þegar sá fyrri kemur í mark. Sá sem kom fyrstur í mark á hvorri leið fær 20 stig (= kr. 20.000.-) fyrir það. Svo skiptir hver ökumaður þeim gulu og grænu spjöldum sem hann hefur dregið í tvo bunka hjá sér og reiknar út stöðuna eftir ökuferðina. Lögreglustjórinn skrifar niður- stöður hvers ökumanns í skýrsluna og reiknar út sigurvegarann (sjá hér fyrir neðan). Gott getur ver- ið að hafa reiknivél við höndina. 7. Sá ökumaður sem hefur hæsta upphæð í lok spils- ins vinnur , hvort sem hann er kominn á endareit eða er jafnvel síðastur í bílaröðinni. Ef um tvö eða fleiri lið er að ræða reiknast saman stig allra öku- manna hvers liðs og sektir allra dragast svo frá, til að sjá hvaða lið vann. Úti að aka Nafn ökumans Stig Krónur Sektir og önnur útgjöld vegna aksturs Fyrstur í mark (= 20 stig) Samtals gróði eða skuld eftir ökuferðina Sigurvegari Stína 18 18.000 -7.500 nei 10.500 Magnús 25 25.000 -15000 nei 10.000 Hjalti 13 13.000 -5000 já 28.000 Hjalti Sandra 30 30.000 -55.000 nei -25.000 Dæmi um skráningu í lögregluskýrslu: Sektir og sektarupphæðir í spilinu eru ekki í samræmi við það sem raunverulegt er skv. lögum og reglugerðum. Hægt er að afla upplýsinga um sektarupphæðir t.d. á vef Umferðarstofu, us.is. Einnig er rétt að taka fram að stigin sem gefin eru í spilinu gefa ekki á neinn hátt til kynna mikilvægi hvers atriðis í umferðinni. Reglur K-4 Spil Lögregluskýrsluna er hægt að nota mörgum sinnum og þarf ekki að prenta nýja út í hvert skipti sem spilað er. Til að spila þarf: • 1 spilaborð • 54 græn spjöld • 54 gul spjöld • 1 tening • 2–6 „bíla“ ( hægt er að nota t.d.kubba eða tappa) • regluspjald • lögregluskýrslu • e.t.v. reiknivél *

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=