Allir spenntir - Kennsluleiðbeiningar

10 • 40643 Allir spenntir – Kennarahefti Hvað kanntu? – Hvað hefur þú lært? Já Nei Ætla að læra betur Ég hef kynnt mér umferðarlög og þekki helstu atriði í þeim um ábyrgð og tillitssemi í umferðinni. Ég hef kynnt mér reglur í umferðarlögum um alla umferð, um gangandi vegfarendur, ökumenn og sérreglur fyrir bifhjól, reiðhjól og torfærutæki. Ég get nefnt helstu flokka umferðarmerkja. Ég veit hvað helstu umferðarmerkin tákna. Ég átta mig á því hvað átt er við með hugtakinu umferðarmenning. Ég veit hvernig reiðhjólahjálmur á að sitja rétt. Ég þekki helstu öryggisatriði fyrir ökumenn og farþega í bíl. Ég geri mér nokkuð vel grein fyrir kostnaði við rekstur bíls. Ég þekki helstu kosti þess að ferðast með strætó. Ég geri mér grein fyrir áhættu sem er samfara auknum ökuhraða. Ég veit hvað átt er við með„blinda blettinum“. Ég geri mér grein fyrir áhrifum ökuhraða og annarra þátta á stöðvunarvegalengd. Ég veit hver fjögur fyrstu skrefin eru sem taka þarf ef komið er að slysi / slysstað. Ég kann að leggja slasaða manneskju í hliðarlegu. Ég veit hvenær ekki á að leggja slasaða manneskju í hliðarlegu. Ég veit hvað gera á þegar um mikinn blóðmissi er að ræða úr opnu sári. Ég veit hvernig framkvæma má endurlífgun með því að blása í einstakling og beita hjartahnoði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=