Allir spenntir

4 Spjall • Þegar þú veltir því fyrir þér hve flókið það er í raun og veru að vera vegfarandi hvaða atriði detta þér þá helst í hug? • Hvernig sýnir þú ábyrgð og tillitssemi í umferðinni? Teldu upp nokkur atriði. Hér á landi eru sérstök umferðarlög, reglur og reglugerðir um umferð. Reglurnar taka til allrar umferðar um vegi, hvort sem um er að ræða gangandi vegfarendur, reið- menn, hjólandi vegfarendur eða umferð vélknúinna ökutækja. Án þessara reglna væri líklega stórhættulegt að vera á ferli og illmögulegt að komast leiðar sinnar án þess að eiga á hættu að slasa sig eða aðra. Til þess að reglurnar virki eins og til er ætl- ast hafa verið hönnuð sérstök umferðar- merki sem eru í aðalatriðum eins um allan heim og þýða það sama. Umferðarmerkin greinast í nokkra flokka. Hér verða fjórum þeirra gerð nokkur skil. Það eru merki sem tilheyra flokkum viðvörunarmerkja, bann- merkja, boðmerkja sem og upplýsinga- og þjónustumerki. Nauðsynlegt er fyrir alla að kunna skil á helstu umferðarmerkjunum og ekki er hægt að taka ökupróf án þess að geta sýnt fram á að vita hvað merkin þýða. Í umferðarlögum segir að allir vegfarend- ur skuli sýna tillitssemi og varúð í umferð- inni svo að ekki skapist hætta né tjón eða óþægindi hljótist af. Ekki má trufla eða tefja umferð að óþörfu. Vegfarendur eiga að sýna börnum, öldruðum og fötluðum sérstaka tillitssemi. Þyngri og flóknari umferð gerir meiri kröf- ur um að vegfarendur sýni ábyrga hegðun og taki tillit til annarra. Bílum og vélknúnum hjólum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og umferðarmannvirki eru stærri og flóknari nú en áður. Til að tryggja öryggi þitt og annarra í umferðinni er mikilvægt að þú þekkir vel þau lög og reglur sem gilda um umferð og vegfarendur. Þú ert eflaust nú þegar nokkuð vel að þér í því sem snýr að reglum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Það er einnig gagnlegt fyrir þig að fá inn- sýn í þær reglur sem gilda um akstur og ökumenn. Það er í raun afar flókið að vera vegfarandi í umferðinni og betra að vera vel vakandi. Huga þarf að mörgum atriðum samtímis, beita mörgum skynfærum og bregðast við af ábyrgð, skynsemi og varkárni. Vinnið nokkur saman í hópum og kynnið ykkur umferðarlögin á vef Alþingis, www.althingi.is . • Hve margar greinar eru í lögunum? • Skráið númer og heiti kaflanna sem eru í lögunum. • Hvað fannst ykkur athyglisverðast? • Hvað kom ykkur á óvart? • Hvaða atriði er mikilvægt fyrir fólk á ykkar aldri að hafa á hreinu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=