Allir spenntir

28 Hliðarlega • Almenn regla er að hreyfa ekki við slösuðu fólki í bílum ef það er með meðvitund, andar og ástand þess virðist stöðugt. Þetta er varúðarráðstöfun þar sem minnsta hreyfing getur valdið meiri skaða ef um háls- eða hryggjarmeiðsl er að ræða. • Ef þú kemur að slösuðum gangandi eða hjólandi vegfaranda sem er meðvitundarlaus áttu að leggja hann í hliðarlegu ef þú þarft að bregða þér frá. • Hliðarlega tryggir opinn öndunarveg þess slasaða. Blóðmissir Það kallast útvortis blæðing þegar blóð streymir úr opnu sári. Blóðmissir getur orðið mikill á stuttum tíma og því er mikilvægt að bregðast hratt við. • Ef blóð spýtist úr sárinu í takt við hjartsláttinn er um slagæðablæðingu að ræða. Lífshættuleg! • Ef blóð rennur jafnt úr sárinu er um bláæðablæðingu að ræða. Getur einnig verið lífshættuleg! • Ef blóð vætlar úr sárinu er um háræðablæðingu að ræða. Hún stöðvast yfirleitt af sjálfu sér. Ef ummikinn blóðmissi er að ræða • Tryggja öryggi og forðast beina snertingu við blóð. • Hringja strax í 112. • Stöðva blæðingu með beinum þrýstingi á sárið með hreinum klút. • Lyfta undir útliminn sem blæðir úr (= beita þyngdarlögmálinu). • Búa um sárið t.d. með þrýstiumbúðum. Þær eru yfirleitt í sjúkrakössum. Annars má nota handklæði, bol, eða annað tiltækt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=