Allir spenntir

26 Fjögur fyrstu skrefin Tryggja öryggi á slysstað Meta ástand slasaðra Hringja í 112 Veita skyndihjálp Hvað á að gera? • T.d. koma upp viðvörunarþríhyrningi, stöðva umferð eða leitast við að koma með öðru móti í veg fyrir frekari slys. • Kanna hvort slasaðir séu með meðvitund og andi eðlilega og hvort blæðir. Bregðast strax við ef áverkar virðast lífshættulegir. • Segja hvað gerðist og hvar slysstaðurinn er. Greina frá ástandi slasaðra. Að hringja eftir hjálp er eitt mikilvægasta atriði skyndihjálpar • T.d. að fylgjast með meðvitund og öndun, stöðva blæðingu og koma í veg fyrir ofkælingu Molar Allir geta lent í þeim aðstæðum að vera fyrst- ir til að koma að alvarlegu slysi í umferðinni, líka unglingar. Þá getur undirstöðukunnátta í skyndihjálp bjargað mannslífum. Þess vegna er mikilvægt að kynna sér rétt viðbrögð svo hægt sé að verða slösuðu fólki að liði á með- an beðið er eftir sjúkrabíl. heldur námskeið í skyndihjálp um allt land og árlega nýta þúsundir Íslendinga þau námskeið. Bæði einstaklingar og jafnvel heilu vinnustaðirnir fara á skyndihjálparnámskeið og margir fara aftur síðar því nauðsynlegt er að rifja af og til upp rétt viðbrögð við slys- um. Hér eru nokkur undirstöðuatriði fyrstu hjálpar kynnt. Endurlífgun • Heilinn þarfnast súrefnis til þess að starfa. Hann stjórnar allri okkar líkamsstarfsemi þannig að ef hann fær ekki súrefni þá deyjum við. Með blóðinu flyst súrefni til heilans. Heilafrumurnar þola ekki súrefnisskort í meira en 3–5 mínútur. Hver sekúnda skiptir því máli! • Athugaðu meðvitund með því að hrista var- lega axlir þess slasaða og spurðu: „Er allt í lagi með þig?“ • Kannaðu síðan hvort öndun þess slasaða er eðlileg. Opnaðu öndunarveginn með því að halla höfðinu aftur og lyfta hökunni. Athugaðu öndun með því að hlusta eftir öndunarhljóð- um og fylgjast um leið með því hvort brjóst- kassinn lyftist. • Ef sá slasaði er meðvitundarlaus, svarar ekki áreiti og andar óeðlilega þarftu að byrja end- urlífgun strax með hjartahnoði og blæstri. • Ef þú treystir þér alls ekki til að blása í munn þess slasaða skaltu samt beita hjartahnoði þar til hjálp berst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=