Allir spenntir

25 Fleira en náttúrulegar aðstæður í umhverfinu geta brenglað skynjun og mat ökumanns á hraða og aðstæðum og valdið hættu í um- ferðinni. Syfja og þreyta ökumanns getur t.d. reynst beinlínis banvæn. Því miður er það svo að allt of margir setjast undir stýri þreyttir og skapa þar með hættuástand í umferðinni, bæði fyrir sig og aðra. Það að ökumenn sofni undir stýri er ótrúlega algeng orsök umferðaslysa, þar á meðal banaslysa. Fleiri þætti er hægt að tína til í þessu sam- hengi. Akstur undir áhrifum áfengis eða ann- arra vímuefna, örvandi jafnt sem slævandi, er t.d. algeng orsök alvarlegra slysa. Slík efni hægja á viðbrögðum fólks og slæva dóm- greind. Sum lyf geta líka haft svipuð áhrif á ökumenn. Þau lyf eru sérstaklega merkt með rauðum þríhyrningi sem gefur til kynna að þau geti dregið úr viðbragðsflýti og haft slævandi áhrif, jafnvel við venjulegan skammt. Allt að 20% banaslysa í umferðinni á hverjum tíma eru vegna ölvunar eða vímuefnanotk- unar. Því miður er líka alltaf eitthvað um það að ungir ökumenn reyni að ganga í augun á jafnöldrum sínum eða hinu kyninu með því að keyra á miklum hraða, oft með mjög alvar- legum afleiðingum. Umferðarslys eru helsta dánarorsök ungs fólks á aldrinum15–24 ára, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, www.oecd.org . 1. Hópverkefni: Til þess að geta gert þetta verkefni þarf að hafa aðgang að hjóli. Skiptið bekkn- um í tvo eða fleiri hópa. Farið út á skólalóð með hjól og kannið hversu langan tíma tekur að stöðva hjólið á öruggan hátt (án þess að skransa eða detta) eftir því sem hjólað er hraðar. • Gerið það sama með ykkur sjálf. Hversu langt gengur/hleypur manneskja eftir að hún ákveður að stoppa, eftir því sem hún fer hraðar. Ekki er nauðsynlegt að mæla hrað- ann nákvæmlega (nóg er að hafa í huga þrjár „mælieiningar”: hægt, meðalhratt og hratt) en báðir/allir hópar þurfa að hafa með sér málbönd til að mæla stöðvunarvega- lengdirnar. Mælið einnig til samanburðar þær vegalengdir sem gefnar eru upp sem stöðvunarvegalengdir á síðunni hér að framan, til að fá tilfinningu fyrir því hversu langt þetta er. 2. Hópverkefni: Útbúið veggspjald með skýringarmynd af stöðvunarvegalengd ökutækja við mismunandi hraða. 3. Gerið hreyfimynd með leir- eða Playmobil-fígúrum og bílum þar sem stöðvunarvegalengd- inni eru gerð skil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=