Allir spenntir
22 Það segir sig sjálft að mikilvægasta skyn- færið í akstri er sjónin. Að auki notum við önnur skynfæri við úrvinnslu ýmissa upplýs- inga sem okkur berast sífellt á meðan á akstri stendur, s.s. heyrn, snertiskyn, jafnvægisskyn og lyktarskyn. Hliðarspeglar bifreiðar og baksýnisspegill eru mikilvæg öryggistæki fyrir ökumenn. Eins og annað í akstri krefst notkun þeirra ákveðinn- ar þjálfunar og vanir bílstjórar vita að ekki er alltaf öruggt að treysta eingöngu á speglana þegar hugað er að umferð til hliðar við bílinn eða fyrir aftan hann – það þarf að snúa höfð- inu og gá betur út um hliðarrúðurnar líka. Hefurðu heyrt um „blinda blettinn”? Jafnvel þeir sem hafa fullkomna sjón komast ekki fram hjá honum. Ef þú skoðar skýringarmynd af auga hér fyrir neðan sérðu augnbotninn sem kallast sjóna. Í gegnum augasteininn fellur mynd af umhverfinu á sjónuna þar sem óteljandi skynfrumur breyta ljósi í taugaboð sem berast eftir sjóntauginni til stjórnstöðva aftast í heilanum þar sem hin raunverulega sjónskynjun fer fram. Allt gerist þetta að sjálfsögðu á augabragði þannig að við verð- um þess ekki vör. Það eina sem við upplifum er að við sjáum ákveðna „mynd” þegar við horfum á eitthvað. Eins og áður segir erum við „blind” á einum stað á sjónunni. Þar sem sjóntaugin liggur út úr auganu er nefnilega ekkert pláss fyrir skynfrumur. Þessi staður til- heyrir jaðarsjónsviðinu og er nefndur „blindi bletturinn.” Fyrir fólk sem hefur sjón á báðum augum kemur þessi blindi blettur yfirleitt ekki að sök því augun bæta hvort annað upp en fólk með sjón aðeins á öðru auga gæti lent í vandræðum. Á næstu síðu geturðu sannreynt þetta með blinda blettinn. Jaðarsjón fólks (það sem við sjáum „til hlið- anna” eða „út undan” okkur) er óskýr en hún er hins vegar afar næm á allar hreyfingar. Með auknum hraða gengur okkur hins vegar verr að greina þessar hreyfingar þar sem um- hverfið þýtur svo hratt fram hjá okkur. Þess vegna þrengist það sjónsvið sem við getum skynjað því hraðar sem við förum. Á miklum hraða sjáum við því aðeins það sem er beint fram undan en það sem er til hliðanna er allt mjög óskýrt. Önnur skynfæri eru líka nauðsynleg í akstri. Heyrnin er mikilvæg til að fylgjast með bíl- flauti, sírenuvæli frá sjúkrabílum eða öðrum hljóðum sem gefa til kynna að eitthvað sé ekki í lagi. Ökumenn nota lyktarskynið líka til að fylgjast með ástandi ökutækis, s.s. ef eitt- hvað hitnar um of eða ef lykt frá útblæstri ökutækisins er orðin hættulega mikil. Jafn- vægisskynið er einnig nauðsynlegt í akstri, s.s. til að rétta stöðu líkamans af í samræmi við legu ökutækisins og til að meta krafta sem virka á ökutækið í beygju, hemlun og hröð- un. Snertiskynið nýtist ökumönnum t.d. til að finna hvort hjólbarðar séu í lagi, hvort veg- grip þeirra sé gott eða hvernig áferð vegar er. Allar þessar upplýsingar eru mikilvægar öku- mönnum. Blindi bletturinn Augasteinn Sjóntaug Sjóna
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=