Allir spenntir
20 Unglingar geta aflað sér réttinda til að aka léttum bif- hjólum. Það er þó ekkert grín að aka lítilli vespu á há- annatíma í mikilli umferð og að mörgu þarf að huga. Slík ökutæki ná ekki miklum hraða og eru í sjálfu sér ekki ætluð til langferða. Mikilvægt er að þeir sem ferðast um á slíkum ökutækjum gæti ávallt fyllstu var- úðar og hafi í huga að ábyrgð þeirra sem ökumanna er mikil, ekki síður en annarra ökumanna í umferðinni. Viðeigandi hlífðarfatnaður og hjálmur gegna lykilhlut- verki þegar hugað er að öryggi þessara ökumanna. Árið 2006 tóku í gildi breytingar á umferðarlögum þannig að frá þeim tíma má götuskrá fjórhjól og aka þeim í almennri umferð. Reglurnar sem gilda um þessi fjórhjól eru sambærilegar þeim sem gilda um þung bifhjól og ökumenn þeirra eiga að nota viðurkennda hlífðarhjálma í akstri, auk þess sem þeir þurfa að hafa tilskilin réttindi, þ.e. bílpróf eða bifhjólapróf, til að aka slíkum farartækjum. Börn og unglingar mega því ekki aka slíkum tækjum, frekar en bílum eða mótorhjólum. Mikilvægt er að þeir sem aka léttum bifhjólum og fjórhjólum átti sig á því að þeir eru fullgildir vegfar- endur í umferðinni. Um þá gilda sömu umferðarlög og um ökumenn annarra vélknúinna ökutækja. Brýnt er að þeir fylgi þeim reglum sem gilda því þær eru settar til að auka öryggi þeirra og annarra í umferð- inni. Til að mynda ætti alls ekki að reiða félaga sinn á lítilli vespu, það er hættulegt og því bannað. Einnig er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði þegar fjórhjóli er ekið. Það er skylda samkvæmt umferðarlögum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=