Allir spenntir

19 1. Af og til kemur upp umræða hér á landi um svokallaðan „bílprófsaldur.” Mörgum finnst 17 ára unglingar allt of ungir til að bera svo mikla ábyrgð í umferðinni, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hvað finnst þér? Ætti að hækka aldurinn upp í 18 ár? 19? Tvítugt? Rökstyddu svar þitt. • Aflaðu þér upplýsinga um akstur ung- menna og umferðarslys. Hvað segja töl- urnar? Hversu hátt hlutfall umferðarslysa má rekja til reynsluleysis og ungs aldurs ökumanna? • Er munur á iðgjaldi bifreiðatrygginga eftir aldri bíleigenda? Telur þú að svo eigi að vera? Rökstyddu. 2. Hópverkefni: Skiptið bekknum í fimm hópa og undirbúið ræðukeppni þar sem ræðutíminn er ein og hálf mínúta á hóp, þrisvar sinnum fyrir hvern hóp. • Tveir hópar taka að sér að tala annars vegar með og hins vegar á móti því að bílprófsaldurinn verði hækkaður hér á landi. • Aðrir tveir hópar tala annars vegar á já- kvæðan og hins vegar neikvæðan hátt um akstur ungmenna á Íslandi og þá mynd sem fjölmiðlar draga upp af þeim hópi. • Fimmti hópurinn hefur hlutverk dóm- ara og dæmir um það hverjir færa fram bestu rökin fyrir máli sínu og vinna þar með keppnina. Dómararnir þurfa að undirbúa sig vel með því að huga að rökum með og á móti báðum umræðu- efnum. • Hvaða hópur færði fram sterkustu rök- in fyrir máli sínu? Athugið að það getur aðeins verið annar hópurinn í hvoru „liði” sem vinnur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=